- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki nóg að vera betri – ég vil sjá frammistöðu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég er búinn að fara yfir leik Kúbumanna frá í gær gegn Slóvenum. Það er það eina sem ég hef séð af liði Kúbu vegna þess að það hefur verið erfitt að verða sér út um upptöku af því. Að því leytinu var gott að eiga ekki leik við Kúbu í gær og vita ekki hvað maður væri að fara út í,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik í samtali við handbolta.is í morgun.

Slóvenar voru fagmannlegir

„Slóvenar unnu leikinn við Kúbu mjög fagmannlega [lokatölur 41:19] eins og ég vil sjá frá mínu liði á morgun. Við erum og eigum að vera betri en Kúba en fyrir mig sem þjálfara þá er það ekki nóg. Ég vil sjá frammistöðu. Eins og ég ræddi um fyrir leikinn í gær gegn Grænhöfðaeyjum þá vil ég sjá einbeitingu og gott hugarfar, sama hver mótherjinn er,“ segir Snorri Steinn ennfremur.

Heldur sáttari í dag

Eftir að hafa horft á upptöku af leiknum við Grænhöfðaeyjar segist Snorri vera sáttari við leikinn en hann var strax að honum loknum. Það hafi hinsvegar verið kafli í síðari hálfleik þar sem allt fór í skrúfuna hjá íslenska liðinu, jafnt í vörn sem sókn. Á þeim tíma hafi hann verið farinn að breyta liðinu. Breytingarnar mega ekki leiða til þess að svona fari, allra síst gegn sterkari liðum í jöfnum leikjum.

Þarf á öllum að halda

„Ég þarf á öllum mönnunum að halda, sumum jafnvel bara í fimm mínútur en það geta að sama skapi verið mikilvægar fimm mínútur. Það er alveg rétt að ef við ætlum okkur langt í mótinu þá á fall við róteringu á liðinu ekki að vera mikið,“ segir Snorri Steinn og bætir við og segir þetta ekki koma í veg fyrir að hann haldi áfram að rótera liðinu.


Landsliðsþjálfarinn reiknar með að halda sömu rútínu á morgun á leikdegi og var í gær.

Lengra viðtal við Snorra Stein er að finna ofar í þessari grein.

Landslið Íslands á HM 2025 – strákarnir okkar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -