- Auglýsing -
Elín Ása Bjarnadóttir hefur skrifað undir áframhaldandi samning við handknattleiksdeild Fram. Elín Ása er línumaður sem hefur sýnt stöðugar framfarir á undanförnum árum.
Á nýliðnu tímabili lék Elín Ása 21 leik með aðalliði Fram í Olísdeildinni og skoraði þar 4 mörk. Jafnframt átti hún stóran þátt í góðri frammistöðu Fram2 í Grill-66 deildinni þar sem hún skoraði 74 mörk í 18 leikjum.
„Elín hefur sýnt mikinn metnað, styrk og þróun í leik sínum og við erum spennt að sjá hana halda áfram að vaxa og dafna sem leikmaður,” segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram.
- Auglýsing -