- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna er mætt til leiks á ný

Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður. Mynd/Ringköbing Håndbold
- Auglýsing -

Eftir um hálfs árs fjarveru vegna meiðsla þá lék Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður, á ný með Ringkøbing Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Hún stóð allan leikinn í marki liðsins í sigri á Skanderborg, 26:24, á heimavelli.


Elín Jóna meiddist á mjöðm í landsleik við Svía í undankeppni EM um miðjan apríl í vor. Harkaði af sér og var með landsliðinu gegn Serbum ytra nokkrum dögum síðar. Nokkrum vikum eftir leikina var ljóst að hú yrði að gangast undir aðgerð til þess að fá bót meina sinn. Elín Jóna átti von á að verða sex til átta mánuði frá keppni af þessum sökum.

Nú er Elín Jóna mætt til leiks aftur. Hún var reyndar á skýrslu í leik Ringkøbing Håndbold fyrir EM hléið sem gert var í dönsku úrvalsdeildinni en kom þá ekkert að öðru leyti við sögu.


Elín Jóna varði sex skot í sigurleiknum á Skanderborg í dag, 22%. Steinunn Hansdóttir skoraði ekki mark fyrir Skanderborg sem er í 12. sæti með þrjú stig.


Sigurinn í dag var sá þriðji hjá Ringkøbing Håndbold í úrvalsdeildinni í níu leikjum og situr liðið í níunda sæti með sex stig. Þrettán lið eru í deildinni eftir að Randers heltist úr lestinni á dögunum vegna gjaldþrots.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -