- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna fór hamförum

Elín Jóna Þorsteinsdóttir var valin maður leiksins í kvöld. Mynd/Ringköbing Håndbold
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður átti sannkallaðann stórleik í mark Ringkøbing í kvöld þegar liðið vann stórsigur á Skanderborg, 29:20, í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Í þeirri keppni takast á fimm lið um forðast fall úr deildinni í vor.

Eitt lið fellur beint eftir keppni í úrvalsdeildinni lýkur og fimm liðin þar fyrir ofan reyna með sér í „kjallarakeppni.“


Elín Jóna stóð allan leikinn í marki Ringkøbing og varði 16 skot, 44,4%hlutfall. Stórleikur hennar skipti hreinlega sköpum. Sigurinn var Elínu Jónu og félögum afar mikilvægur þar sem þær byrjuðu án stig í „kjallarakeppninni“ en liðin hefja keppnina með misjafnlega mörg stig eftir því hver röð þeirra var að lokinni deildarkeppninni. Þar sem Ringkøbing var í næst neðsta sæti þá var liðið með tvær hendur tóma, ef svo má segja, þegar flautað var til leiks í dag.


Steinunn Hansdóttir skoraði ekki mark fyrir Skanderborg í leiknum í kvöld. Var ein þeirra sem fann ekki leiðina framhjá Elínu Jónu í sannkölluðum ham í markinu í Ringkøbing.


Næsti leikur Ringkøbing verður við Ajax København 9. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -