Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, átti afar góðan leik, ekki síst í fyrri hálfleik þegar lið hennar Ringköbing Håndbold vann NFH (Nyköbing Falster), 36:32, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í dag. Elín Jóna varði 13 skot, þar af eitt vítakast, og var með 31% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið.
Elín Jóna fór afar vel af stað í leiknum og gaf þannig tóninn fyrir samherja sína sem efldust af dug og kjark við frammistöðu hennar.
Liðsmenn NFH voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Elín Jóna og félagar sýndu mikinn barátthug í síðari hálfleik og sneru leiknum sér í hag.
Þar með hefur Ringköbing Håndbold náði í átta stig og er í næst neðsta sæti. Sigurinn gerir það hinsvegar að verkum að liðið heldur í við fjögur önnur lið sem er í sætum níu til tólf. Lið Holstebro er hinsvegar heillum horfið í neðsta sæti með eitt stig og virðist dæmt til að falla eins og sakir standa.
Enn eru 12 umferðir eftir í úrvalsdeildinni.