-Auglýsing-

Elín Klara, Aldís Ásta og Lena Margrét í sigurliðum

- Auglýsing -

Íslenskar handknattleikskonur voru á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehof lögðu grannliðið Önnereds, 27:22, í Gautaborg og Svíþjóðarmeistarar Skara HF sóttu tvö stig í greipar leikmanna HK Aranäs, 31:25.


Aldís Ásta Heimisdóttir lét að vanda til sín taka í leik Skara HF. Hún skoraði sex mörk í kvöld í 10 skotum og átti þrjár stoðsendingar. Lena Margrét Valdimarsson átti ekki markskot en gaf tvær stoðsendingar sem skiluðu mörkum.

Þetta var fyrsti sigur Skara í deildinni.

Þrátt fyrir slaka skotnýtingu þá var Elín Klara markahæst hjá IK Sävehof með sex mörk, þar af tvö út vítaköstum. Ef litið er framhjá vítaköstum þá skoraði Elín Klara fjögur mörk í 12 skotum. Hún gaf tvær stoðsendingar.

IK Sävehof hefur tvo vinninga eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Þriðja tapið í röð

Í úrvalsdeild karla tapaði Amo HK, sem Arnar Birkir Hálfdánsson leikur með þriðja leiknum í röð. Að þessu sinni beið Amo lægri hlut í heimsókn til IF Hallby HK, 32:30.

Arnar Birkir skoraði fimm mörk í 11 skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Amo HK er í áttunda sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -