- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara er íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð

Elín Klara Þorkelsdóttir íþróttakona Hafnarfjarðar 2024. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Landsliðskonan úr Haukum, Elín Klara Þorkelsdóttir, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar annað árið í röð. Tilkynnt var um valið í hófi sem fram fór í gamla góða íþróttahúsinu við Strandgötu í gær.


Elín Klara er orðin ein besta handknattleikskona landsins. Hún var m.a. valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna annað tímabilið í röð og var um leið einnig markadrottning. Í lok árs sitja Elín og félagar í Haukum í 3. sæti Olís deildar kvenna og er Elín Klara sem stendur markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt því að vera í öðru sæti yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar. Einnig eiga Haukar sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar.

Elín Klara tók einnig þátt í öllum A-landsleikjum ársins og var m.a. leikmaður landsliðsins á Evrópumótinu í lok nóvember og í byrjun desember. Hún var næst markahæst í liðinu með 11 mörk í þremur leikjum. Eitt marka hennar var valið á meðal 10 bestu sem skoruð voru á mótinu.

Alls hefur Elín Klara leikið 21 A-landsleik og skorað í þeim 66 mörk.


Elín Klara var í burðarhlutverki hjá U20 ára landsliðinu á liðnu sumri á HM í Skopje í Norður Makedóníu hvar íslenska landsliðið hafnaði í sjöunda sæti. Í mótslok var Elín Klara valin í úrvalslið HM fyrst íslenskra kvenna.

Sjá einnig: Perla Ruth kjörin íþróttakona Selfoss

Íslandsmeistararnir eru afrekslið Hafnarfjarðar

Þorsteinn Leó íþróttakarl Aftureldingar annað árið í röð

Elín Jóna og Ómar Ingi handknattleiksfólk ársins

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -