Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik úr Haukum er markahæst í Olísdeildinni þegar sex umferðum er lokið af 21.
Elín Klara hefur skorað 51 mark, 8,5 mörk að jafnaði í leik fram til þessa. Næst á eftir er Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Val með 44 mörk. Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, er marki á eftir Þóreyju Önnu og átta mörkum frá Elínu Klöru.
Hér fyrir neðan eru þær sem skorað hafa 20 mörk eða fleiri fram til þessa:
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, 51.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, 44.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 43.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram, 36.
Karen Tinna Demian, ÍR, 33.
Elín Rósa Magnúsdóttir, Val, 30.
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi, 29.
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram, 29.
Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni, 26.
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni, 26.
Sunna Jónsdóttir, ÍBV, 26.
Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 25.
Lovísa Thompson, Val, 24.
Steinunn Björnsdóttir, Fram, 24.
Thea Imani Sturludóttir, Val, 24.
Katla María Magnúsdóttir, Selfossi, 23.
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram, 22.
Daðey Ásta Hálfdánsdóttir, Gróttu, 20.
Sjöunda umferð Olísdeildar kvenna hefst á fimmtudaginn og lýkur á laugardaginn:
31. október: Valur – Stjarnan, kl. 19.30.
31. október: ÍR – Grótta, kl. 20.15.
1. nóvember: Selfoss – Fram, kl. 18.
2. nóvember: ÍBV – Haukar, kl. 14.
Staðan í Olísdeildum.