- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elín Klara markahæst í 12. sigurleiknum

- Auglýsing -

Áfram heldur sigurgangan hjá Elínu Klöru Þorkelsdóttur landsliðskonu og samherjum í IK Sävehof í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld unnu þær nauman sigur á Skövde á heimavelli, 29:28, í 13. umferð. Stina Wiksfors skoraði sigurmarkið sem tryggði IK Sävehof áfram efsta sæti deildarinnar með 24 stig.


Elín Klara skoraði fimm mörk og var markahæst hjá Sävehof ásamt fyrrnefndri Wiksfors og Kim Molenaar. Tvö markanna skoraði Elín Klara úr vítaköstum. Hún er einnig skráð fyrir einni stoðsendingu.

Sigurleikur hjá Lenu Margréti

Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði eitt mark Skara HF í öruggum sigri á HK Aranäs á heimavelli, 29:24. Isabella Mouratidou markvörður Skara HF kætti stuðningsmenn á heimavelli með stórleik, 16 skot, 53%.

Skara HF er í þriðja sæti með 18 stig eftir 13 leiki, er þremur stigum á eftir Önnered sem situr í öðru sæti, þremur stigum frá forystuliðinu, IK Sävehof.

Tap hjá Bertu Rut

Í gær töpuðu Berta Rut Harðardóttir og liðsfélagar í Kristianstad HK fyrir Kungälvs HK, 26:25, á útivelli. Berta Rut skoraði ekki mark í leiknum en átti þrjár tilraunir til þess að skora.

Kristianstad HK situr í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 11 stig eftir 13 leiki. Tólf lið eiga sæti í deildinni.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -