- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara og Heimir Óli eru íþróttafólk Hauka

Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik úr Haukum. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
Heimir Óli Heimisson íþróttakarl Hauka 2022 t.h. Mynd/J.L.Long

Elín Klara Þorkelsdóttir og Heimir Óli Heimisson, leikmenn handknattleiksliða Hauka í Olísdeildunum, voru í gær útnefnd íþróttamenn Hauka fyrir árið 2022 á uppskeruhátíð sem haldið var á Ásvöllum. Tíu íþróttamenn af báðum kynjum voru tilefndir í valinu að þessu sinni.


Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára er Elín Klara óðum að komast í hóp öflugustu handknattleikskvenna landsins. Hún lék afar stórt hlutverk í liði Hauka í Olísdeild kvenna og var m.a. valin efnilegasti leikmaður deildarinnar í lok keppnistímabilsins síðasta vor. Elín var í burðarhlutverki í frábæru U18 ára landsliði Íslands sem hafnaði í áttunda sæti á HM í Skopje í ágúst og lék sína fyrstu A-landsleiki í byrjun nóvember. Það sem af er yfirstandandi keppnistímabils er Elín Klara á meðal markahæstu leikmanna Olísdeild og er einnig ofarlega í fleiri tölfræðiþáttum, jafnt í vörn sem sókn.


Heimir Óli hefur lengi verið að og í stóru hlutverki hjá öflugu karlaliði Hauka. Hann hefur haldið tryggð við félagið að undanskildum fáeinum árum með Guif í Svíþjóð. Heimir Óli hugðist leggja skóna á hilluna í sumar en svaraði kalli félaga sinna um að mæta til leiks á ný vegna meiðsla leikmanna línumanna Hauka.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -