- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni

Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar í Haukum hafa unnið tvo fyrstu leikina við Fram í framlengingu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona, varð markahæst í Olísdeild kvenna en keppni í deildinni lauk á laugardaginn. Hún skoraði 142 mörk í 21 leik deildarinnar eða 6,76 mörk að jafnaði í leik. Elín Klara skoraði níu mörkum fleiri en Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr Val sem lék einum leik færra. Þórey Anna skoraði að meðaltali 6,65 mörk í leik eða alls 133 í 20 viðureignum.

Karen Tinna Demian, leikmaður nýliða ÍR, varð þriðja í röðinni með 125 mörk. Karen Tinna lék 18 leiki og skoraði þar með 6,94 mörk að jafnaði í leik.

Þetta er í fyrsta sinn sem Elín Klara verður markadrottnig Olísdeildar. Hún varð þriðja á síðasta ári með 136 mörk á eftir Kötlu Maríu Magnúsdóttur, Selfossi, og Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttir, ÍBV. Hanna varð markadrottning Olísdeildar í fjórða sinn í fyrra. Hún lék ekki með ÍBV í vetur vegna meiðsla.

Samkvæmt tölfræðiveitunni HBStatz var Elín Klara einnig besti leikmaður Olísdeildar.

Neðantaldar skoruðu 60 mörk eða fleiri í Olísdeild kvenna leiktímabilið 2023/2024:

Nafn:Félag:mörk:
Elín Klara ÞorkelsdóttirHaukum142
Þórey Anna ÁsgeirsdóttirVal133
Karen Tinna DemianÍR125
Eva Björk DavíðsdóttirStjörnunni115
Helena Rut ÖrvarsdóttirStjörnunni110
Sunna JónsdóttirÍBV102
Thea Imani SturludóttirVal102
Embla SteindórsdóttirStjörnunni101
Alfa Brá Oddsdóttir HagalínFram100
Hildur Lilja JónsdóttirAftureldingu100
Birna Berg HaraldsdóttirÍBV97
Inga Dís JóhannsdóttirHaukum89
Lena Margrét ValdimarsdóttirFram88
Nathalia Soares BalianaKA/Þór88
Elísa ElíasdóttirÍBV87
Þórey Rósa StefánsdóttirFram85
Elín Rósa MagnúsdóttirVal77
Harpa María FriðgeirsdóttirFram77
Sara Dögg HjaltadóttirÍR76
Lilja ÁgústsdóttirVal71
Anna Karen HansdóttirStjörnunni68
Lydía GunnþórsdóttirKA/Þór67
Hildigunnur EinarsdóttirVal66
Katrín Helga DavíðsdóttirAftureldingu63
Ragnhildur HjartardóttirAftureldingu62
Susan Ines Barinas GamboaAftureldingu60

Tengdar fréttir:

Markahæst í deildinni í fjórða sinn – samherjarnir eiga hlut að máli

Markadrottning Olísdeildar: Geggjað að hafa náð þessu markmiði

Ragnheiður markadrottning – hugsa frekar um nýtingu en fjölda marka

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -