- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elísa kemur inn – Alexandra Líf fellur út

- Auglýsing -

Ein breyting verður á íslenska landsliðinu sem mætir serbneska landsliðinu í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í kvöld. Elísa Elíasdóttir úr Val tekur sæti Alexöndru Lífar Arnarsdóttur sem lék gegn Þýskalandi í fyrrakvöld. Elísa hafði þá ekki jafnað sig fullkomlega af axlarmeiðslum.


Viðureign Íslands og Serbíu hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma í kvöld, 20.30 í Þýskalandi.
Íslenska landsliðið í kvöld:

Markverðir:
Hafdís Renötudóttir, Valur (72/5).
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (16/0).
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (11/8).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (14/31).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (67/89).
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof (28/99).
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (33/63).
Elísa Elíasdóttir, Valur (24/19).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (15/26).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (29/24).
Lovísa Thompson, Valur (32/66).
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (3/0).
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (5/3).
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (40/164).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (93/207).
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (49/70).


Handbolti.is er í Stuttgart með ljósmyndara og blaðamann sem munu fylgjast með leiknum, m.a. í textalýsingu úr Porsche Arena.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit

Landslið Íslands á HM kvenna 2025

A-landslið kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -