Grótta vann öruggan sigur á Fjölni, 29:18, í upphafsleik 6. umferðar Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í Fjölnishöllinni í kvöld. Grótta var fimm mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki, 14:9.
Grótta er nú ein í öðru sæti deildarinnar með átta stig eftir sex viðureignir. Liðið er tveimur stigum á eftir HK sem hefur unnið fimm fyrstu leiki sína. Fjölnir er með fjögur stig.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Fjölnis: Berglind Benediktsdóttir 4, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4, Sara Kristín Pedersen 2, Vera Pálsdóttir 2, Signý Harðardóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1, Hildur Sóley Káradóttir 1, Tinna Björg Jóhannsdóttir 1, Karólína Ósk Arndal Sigurlaugardóttir 1, Tinna María Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 8, Sara Sólveig Lis 1.
Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 5, Katrín S Scheving Thorsteinsson 5, Katrín Arna Andradóttir 3, Edda Steingrímsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Kristín Fríða Sc. Thorsteinsson 1, Lilja Hrund Stefánsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Kristín Lísa Friðriksdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 16, Anna Karólína Ingadóttir 3.