Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann það gríska, 33:22, í fyrri vináttuleiknum í Aþenu í dag. Staðan eftir talsvert mistækan fyrri hálfleik var 14:13, Íslandi í vil.
Eftir því sem næst verður komist var síðari hálfleikur talsvert betri hjá íslenska liðinu. Varnarleikurinn var betri og talsvert var um mörk eftir hraðaupphlaup og betur nýttar sóknir. Grikkir léku sig í vandræði hvað eftir annað.
Síðari viðureignin fer fram á morgun og hefst klukkan 17.15.
Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Viggó Kristjánsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 4, Haukur Þrastarson 3, Orri Freyr Þorkelsson 3, Ómar Ingi Magnússon 3, Stiven Tobar Valencia 3, Elvar Örn Jónsson 2, Andri Már Rúnarsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Janus Daði Smárason 1.
Mörk Grikklands: Savvas 7, Toskas 4, Kalomiros 2, Panagiotou 2, Liapis 2, Passias 1, Papazoglou 1, Tzorginis 1, Arabatzis 1, Kederis 1.
Gangur leiksins: 3:0, 6:5, 8:6, 8:9, 10:13, 13:14, 17:17, 19:20, 19:24, 21:30, 21:31, 22:33.
Handbolti.is freistaði þess að fylgjast með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan en útsendingin var með höppum og glöppum.