ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik eftir 11 marka sigur liði Selfoss, 33:22, í úrslitaleik í Sethöllinni á Selfossi í dag. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þá tók Eyjaliðið öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 15:13, í vil.
Þetta var sjötti sigur ÍBV á 10 dögum á tveimur æfingamótum, fyrst á KB Sendibílamótinu á Akureyri og nú á Ragnarsmótinu. Magnús Stefánsson nýr þjálfari hefur náð að stokka upp spilin svo um munar. Verður spennandi að sjá hvernig ÍBV-liðinu vegnar í Olísdeildinni en það var í basli á síðasta tímabili.
Fyrsti leikur ÍBV í Olísdeildinni verður gegn Fram í Vestmannaeyjum eftir tvær vikur.
Selfoss-liðið ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrstu umferð Olísdeild þegar Valur kemur í heimsókn í Sethöllina.
Mörk Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Sara Dröfn Rikharðsdóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 16, Sara Xiao Reykdal 1.
Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Britney Emilie Florianne Cots 3, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Inda Marý Kristjánsdóttir 1, Klara Káradóttir 1.
Varin skot: Amalie Frøland 10, Ólöf Maren Bjarnadóttir 1.