- Auglýsing -
Stórkostlegt mark sem Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fyrir Gummersbach gegn Hamburg í kappleik liðanna í þýsku 2. deildinni 15. nóvember var valið það glæsilegasta sem skorað var í þýsku deildunum í handknattleik í nóvembermánuði.
Niðurstaða kosningarinnar var kynnt í dag en hægt var að kjósa á milli sex glæsimarka sem skoruð voru í 1. deild karla og kvenna og í 2. deild karla í mánuðinum, eins og handbolti.is greindi frá á dögunum.
Mark Elliða Snæs er hér fyrir neðan.
- Auglýsing -