- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær á topp tíu lista línumanna í Þýskalandi

Elliði Snær Viðarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á HM sem er framundan. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Af 13 markahæstu línumönnum sem leika í efstu deild í Þýskalandi, þá eiga Íslendingar tvo. Elliði Snær Viðarsson er í níunda sæti og Arnar Freyr í því þrettánda. Elliði Snær er með 56 mörk og Arnar Freyr 39. Arnar Freyr er með 75% skotnýtingu en Elliði Snær 65%.

Johannes Golla, línumaður Flensburg og þýska landsliðsins, er efstur í markaskorun allra línumanna í deildinni með 76 skoruð og 78,35% skotnýtingu. Ef skoðaður er samanburður á Elliða Snæ Viðarssyni og Johannes Golla þá má sjá að þeir eru ekki langt frá hvor öðrum í stigagjöf, Elliði Snær með 74 stig og Golla 77 stig.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá framlag þeirra í hverri umferð.


Það sem vekur kannski mesta athygli þegar rýnt er í tölfræðina, þá má sjá að Elliði Snær hefur skorað 56 mörk sem setur hann í 52. sætið yfir flest mörk skoruð allra leikmanna í þýsku deildinni. Til samanburðar þá er það tíu mörkum færri en Gísli Þorgeir hefur skorað með Magdeburg. Gísli Þorgeir er í 27. sæti og af þeim Íslendingunum sem hafa skorað fleiri mörk en Elliði og Gísli í deildinni, þá er Viggó Kristjánsson í níunda sæti og Ómar Ingi í því sjötta. Viggó með 95 mörk og Ómar 102. 


Ef rýnt er í aðra tölfræði yfir alla línumenn í deildinni þá má sjá að Elliði er í öðru sæti, á eftir Golla, í vörðum skotum í vörn (blokkuð skot), Elliði er með 14, Golla 16. Báðir hafa þeir stolið fimm boltum af andstæðingi sínum. Hér fyrir neðan má sjá töflu með yfirliti yfir tölfræði línumanna í þýsku deildinni, sem hægt er að finna á heimasíðu þýsku deildarinnar.

Það er nokkuð ljóst að Elliði Snær hefur stimplað sig rækilega inn í þýsku efstu deildina á sínu fyrsta ári í deildinni. Það sést á tölfræðinni að hann er gífurlega mikilvægur leikmaður, hefur fengið mörg marktækifæri og skilað gífurlega mikilvægu hlutverki í varnarleik. Ef hann bætti tölfræðina í skotnýtingu lítillega þá væri hann ofarlega í allri tölfræði.


Leikjadagskrá HM – smellið hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -