Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Bergischer HC, 29:29 í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Fyrrverandi samherjar í íslenska landsliðinu, Arnór Þór Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson þjálfa liðin. Bergischer HC var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.
Leikurinn jafnaðist fjótlega í síðari hálfleik og var hnífjafn og spennandi í síðari hálfleik.
Elliði nýtti átta af níu skotum og var einnig vikið einu sinni af leikvelli.
Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark fyrir Gummersbach. Hann stóð hins vegar töluvert í vörninni og var einu sinni vikið af leikvelli.
Gummersbach er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki. Bergischer HC er á hinn bóginn komið með átta stig eftir 15 leiki í 15. sæti af 18 liðum.
Staðan:



