- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær og félagar voru fyrstir til að taka stig af toppliðinu

Elliði Snær Viðarsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Með frábærum endaspretti þá varð Gummersbach fyrst liða til þess að taka stig af Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Liðin skildu jöfn á heimavelli Gummersbach, 30:30. Svíinn Jerry Tollbring jafnaði metin fyrir Berlínarliðið þegar hálf mínúta var til leiksloka. Gummersbach var fimm mörkum undir í hálfleik, 16:11, og enn var Berlínarliðið með fimm marka forskot þegar liðlega 11 mínútur voru til leiksloka, 26:21.

Elliði Snær í banastuði

Elliði Snær Viðarsson og samherjar í Gummersbach tóku heldur betur við sér undir lokin í gríðarlegri stemningu í uppseldri SCHWALBE arena í Gummersbach með liðlega 4.000 áhorfendur á bak við sig. Elliði Snær kom Gummersbach yfir, 30:29. Þá ætlaði allt um koll að keyra í SCHWALBE arena.

Eyjamaðurinn átti enn einn stórleikinn og skoraði m.a. sjö mörk í átta skotum og lét einnig til sín taka í vörninni. Ljóst er að hann kemur á fullu gasi til móts við íslenska landsliðið á mánudaginn.

Eftir tíu sigurleiki í upphafi tímabilsins tapaði Füchse Berlin einu stigi og er efst áfram með 21 stig. Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, er í fimmta sæti með 12 stig.

Góður sigur hjá Heiðmari

Hannover-Burgdorf fór upp í sjöunda sæti með góðum sigri á HSV Hamburg í Hamborg, 30:28. Heiðmar Felixson er sem fyrr aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópska handknattleiksins er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -