- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær verður í fámennu liði í kvöld

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Elliði Snær Viðarsson er á meðal þeirra leikmanna Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari liðsins getur teflt fram þegar Gummersbach mætir Hüttenberg í fjórðu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í kvöld.

Nokkuð hefur flísast úr hópnum hjá Gummersbach eftir að upp kom smit á meðal leikmanna og einhverra starfsmanna, eftir því sem næst verður komist. Að minnsta kosti fjórir leikmenn eru komnir í sóttkví eftir því sem fram kemur í frétt á handball-world sem er byggð á tilkynningu frá Gummersbach.


Elliði Snær hefur sem betur fer sloppið ennþá. Hann staðfesti við handbolta.is að hann verði klár í slaginn. „Það verður fámennur en góður hópur hjá okkur í leiknum,“ sagði Elliði Snær í skilaboðum.
Gummersbach hefur unnið tvo leiki og tapað einum fram til þessa. Leikmenn Hüttenberg eru hinsvegar enn á höttunum eftir fyrsta sigri sínum í deildinni á þessu tímabili. Leikur Gummersbach og Hüttenberg verður á heimavelli Gummersbach.


Í gær varð að fresta leik HSV Hamburg og Bayer Dormagen sem átti að fara fram í kvöld. Kórónuveiran hefur á ný stungið sér niður í herbúðir Hamborgarliðsins. Við upphaf keppnistímabilsins varð hennar einnig vart meðal leikmanna liðsins. Var a.m.k. einum leik frestað af þeim sökum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -