- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elmar flytur til Þýskalands í sumar – hefur samið við Nordhorn

Elmar Erlingsson t.h. ásamt forvígismanni Nordhorn-Lingen. Mynd/Nordhorn-Lingen
- Auglýsing -

Elmar Erlingsson yfirgefur ÍBV eftir keppnistímabilið og flytur til Þýskalands. Hann hefur samið við Nordhorn-Lingen sem leikur í næst efstu deild. Félagið segir frá komu Elmars í dag. Nordhorn situr í 11. sæti 2. deildar um þessar mundir en ætlar sér að blása til sóknar á næstu leiktíð. Nordhorn var árum saman í efstu deild og er eitt af rótgrónari handknattleiksliðum Þýskalands í karlaflokki.


Elmar var einn helsti leikmaður ÍBV liðsins á síðasta tímabili þegar lið félagsins fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. Í vetur skoraði hann 140 mörk í Olísdeildinni eða 6,4 mörk að jafnaði í leik, var með 70% nýtingu og 91% í vítaköstum. Hann skapaði 6,8 færi að jafnaði í leiknum og var með 4,8 að meðaltali í hverri viðureign samkvæmt samantekt HBStatz sem metur frammistöðu Elmars þannig að hann hafi verið besti leikmaður deildarinnar.

Fyrir utan vasklega framgöngu með ÍBV undanfarin þrjú ár þá hefur Elmar átt sæti í yngri landsliðum Íslands. Síðast var hann í U19 ára landsliðinu á HM í ágúst á síðasta ári.

Haft er eftir Mark Bult þjálfara Nordhorn á heimsíðu félagsins að Elmar sé mikill fengur fyrir félagið þar sem um mikið efni sé að ræða. Bult er vitanlega ánægður með að hafa sannfært Elmar um að ganga til liðs við lið félagsins. Einnnig segir Bult það sé kostur að Elmar tali reiprennandi þýsku eftir að hafa búið í þýskumælandi löndum fyrir nokkrum árum þegar faðir hans, Erlingur Richardsson, þjálfaði í Austurríki og Þýskalandi.

Tveir kveðja í sumar

Elmar, sem verður tvítugur í maí, er annar leikmaður ÍBV sem kveður félagið í sumar. Hinn er Arnór Viðarsson sem gerist liðsmaður Fredericia HK

Áður en Arnór og Elmar róa á ný mið bíður þeirra úrslitakeppni Olísdeidar. ÍBV mætir Haukum í Vestmannaeyjum annað kvöld í fyrstu umferð 8-liða úrslita sem hefjast reyndar í kvöld með tveimur viðureignum.

Guðmundur Hrafnkelsson var markvörður Nordhorn frá 1999 til 2001. Tíu árum síðar lék Einar Ingi Hrafnsson í tvö ár með Nordhorn, 2009 til 2011.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -