- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elmar lék sinn fyrsta opinbera kappleik með Nordhorn-Lingen

Elmar Erlingsson t.h. ásamt forvígismanni Nordhorn-Lingen. Mynd/Nordhorn-Lingen
- Auglýsing -

Elmar Erlingsson lék sinn fyrsta opinbera kappleik með þýska liðinu Nordhorn-Lingen í kvöld þegar liðið mætti MTV Braunschweig í upphafsleik þýsku bikarkeppninnar. Elmar gekk til liðs við Nordhorn-Lingen í sumar frá ÍBV og fór nánast beint af EM 20 ára landsliða í Slóveníu og á æfingu hjá Nordhorn.

Elmar skoraði eitt mark úr vítakasti í leiknum í kvöld sem Nordhorn-Lingen vann nokkuð auðveldlega á útivelli, 29:25, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:9.

Fyrsti leikur Elmars með Nordhorn-Lingen í þýsku 2. deildinni verður gegn HSG Konstanz á heimavelli sunnudaginn 7. september.

Mudrow og Mudrow

Þess má til fróðleiks bæta við að Jan Mudrow var markahæstur hjá MTV Braunschweig með 11 mörk. Hann var einnig markahæstur í U18 ára landsliði Þýskalands á sunnudaginn í sigri, 29:23, á Serbum í leiknum um 5. sætið á Evrópumóti 18 ára landsliða í Podgorica í Svartfjallalandi. Pilturinn er sonur Volker Mudrow sem var leikmaður og síðar þjálfari í þýsku 1. deildinni um árabil auk þess að vera þýskur landsliðsmaður. Volker hefur þjálfað hjá Braunschweig í áratug.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -