Elvar Ásgeirsson hefur verið skráður til leiks í íslenska landsliðshópinn á Evrópumótinu í handknattleik karla. Hann verður þar með gjaldgengur í næstua leik mótsins, ef því er að skipta. Þetta kemur fram í tilkynningu Handknattleikssambands Evrópu til fjölmiðla í dag. Elvar var skráður til leiks í morgun en tilkynna þarf inn leikmenn fyrir klukkan 9 að morgni leikdags.
Elvar kom til móts við landsliðið fyrir viku í kjölfar meiðsla Elvars Arnar Jónssonar.
Leikmannahópur Íslands fyrir leikinn við Slóvena í dag hefur ekki verið opinberaður og því óvíst hvort Elvar verði í honum.
Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 14.30. Ísland þarf á sigri að halda til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Aðrir möguleikar eru fyrir hendi en eru langsóttir.
Elvar kallaður til Malmö – kemur í stað nafna síns
Er tilbúinn að bregða mér í allra kvikinda líki
Elvar getur leyst nokkur hlutverk hjá okkur


