- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar fer upp í deild þeirra bestu

Glaðbeititir leikmenn og forráðamenn Nancy eftir sæti í efstu deild á næstu leiktíð var í höfn. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

Elvar Ásgeirsson og samherjar í franska liðinu Nancy tryggðu sér í dag sæti í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð eftir sigur á Pontault, 26:25, í hörku umspilsleik um sætið góða.


Nancy var þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:11, en sneri taflinu hressilega við í síðari hálfleik. Úr var æsilega spennandi leikur eins og lokatölurnar gefa til kynna.

Elvar var undir stöðugu eftirliti leikmanna Pontault í leiknum. Hann skoraði þrjú mörk, öll á síðustu tíu mínútunum þegar spennan var sem mest. Elvar átti fjórar stoðsendingar sem skiluðu mörkum og sló ekki slöku við í varnarleiknum. Vörn Nancy var frábær í síðari hálfleik.

Elvar Ásgeirsson t.v. í leik með Nancy. Mynd/Nancy


Nancy, sem var í fjórða sæti deildarinnar fer þar með upp í efstu deild ásamt Saran sem vann Cherbourg í dag, 31:28. Saran og Nancy mætast í úrslitaleik um sigur í umspilinu á morgun. Hver sem niðurstaðan verður þá taka bæði lið stefnuna upp í deild þeirra bestu. Leikmenn Pontault og Cherbourg sitja eftir með sárt ennið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -