- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar kallaður inn í landsliðið – fjórir eru frá vegna meiðsla

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ribe-Esbjerg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Þorsteinn Léo Gunnarsson eru meiddir og reiknar Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla ekki með þeim í leiknum við Eistlendinga í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið klukkan 19.30. Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg, hefur verið kallaður inn í hópinn og kemur til landsins í kvöld.

Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason hafa verið kallaðir inn til æfinga með landsliðinu í dag og á morgun til þess að hægt verði að halda uppi fullum dampi.

Ísland – Eistland, miðasala.

Haukur meiddist í úrslitaleik pólsku bikarkeppninnar í gær. Hann er kominn til landsins til skoðunar. „Ég reikna ekki með honum,“ sagði Snorri í samtali við handbolta.is fyrir æfingu landsliðsins í Safamýri síðdegis.

„Sömu sögu er að segja um Aron. Ég reikna heldur ekki með honum. Þorsteinn meiddist á ökkla í leik með Aftureldingu og er aumur í dag. Til viðbótar er Elvar Örn tæpur. Hann spilaði lítið í síðasta leik Melsungen,“ sagði Snorri Steinn ennfremur en náratognun mun vera að hrjá Elvar Örn eins og Aron Pálmarsson.

„Ég hef ekki áhyggjur af því að verða ekki með sterkt lið á miðvikudaginn,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari.

Fyrri leikurinn við Eistlendinga verður á miðvikudaginn í Laugardalshöll en sá síðari ytra á laugardaginn. Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur öðlast keppnisrétt á HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Króatíu í janúar. Ekki er ennþá uppselt á leikinn í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld.

Aron, Bjarki Már og Þorsteinn Leó valdir í leikina við Eistlendinga

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -