- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar með 12 stoðsendingar í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson leikmaður Nancy í Frakklandi. Mynd/Nancy
- Auglýsing -

Elvar Ásgeirsson hrósaði sigri í Íslendingaslag í frönsku B-deildinni í handknattleik í kvöld þegar lið hans, Nancy, vann Grétar Ara Guðjónsson og félaga í Nice, 34:32, í hörkuleik í Nancy.


Elvar og félagar halda þar með enn í vonina um að ná öðru sæti í deildinni og standa þar með best að vígi þeirra liða sem taka þátt í umspili um sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Nancy er í þriðja sæti með 32 stig eins og Pontault sem á tvo leiki til góða á Elvar og samherja.


Elvar skoraði fjögur mörk og átti 12 stoðsendingar sem er hreint með ólíkindum. Hann stýrði sóknarleiknum af festu eins og í undanförnum leikjum.


Grétar Ari varði 14 skot en missti dampinn á lokakaflanum eftir að Nancy komst yfir í fyrsta sinn, 25:24, þegar stundarfjórðungur var eftir eða þar um bil. Grétar Ari er efstur markvarða deildarinnar í hlutfallslega vörðum skotum á leiktíðinni.


Nice er í sjöunda sæti og á þrjá leiki eftir með 21 stig og á litla mörguleika á að ná sæti í úrslitakeppninni en til þess þarf liðið að ná sjötta sæti. Sem stendur er fimm stiga munur á Dijon í sjötta sæti og Nice.


Staðan í deildinni:
Sara 35(21), Pontault 32(20), Nancy 32(22), Cherbourg 29(22), Massy Essonne 28(23), Dijon 26(23), Nice 21(23), Strasbourg 18(22), Sélestat 18(23), Billere 18(23), Besancon 17(23), Valence 16(22), Angers 11(21), Sarrebourg 9(22). Leiknar verða 26 umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -