Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg náði að sýna margar sínar bestu hliðar í kvöld þegar það lagði næst efsta lið dönsku úrvalsdeildarinnar, GOG, 32:30, á heimavelli í 23. umferð deildarinnar í kvöld. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú síðustu mörk Ribe-Esbjerg og alls fjögur í leiknum í sigrinum mikilvæga sem fjarlægir liðið aðeins frá botninum.
Auk markanna fjögurra gaf Elvar fimm stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli enda lagði hann sig fram í varnarleiknum.
Ágúst Elí Björgvinsson var í marki Ribe-Esbjerg hluta leiksins og varði tvö skot, 13%.
Ribe-Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum með 12 stig eftir 23 af 26 leikjum. Grindsed og Kolding eru í tveimur neðstu sætunum með átta stig hvort en eiga leiki inni á Ribe-Esbjerg.
GOG er í öðru sæti með 35 stig, tveimur stigum á eftir Aalborg Håndbold sem á leik til góða.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki: