- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn hafði betur gegn Viggó – myndskeið

Elvar Örn Jónsson fagnar með landsliðinu. Hann hafði ærnar ástæðu til að fagna í vikunni því kona hans, Þuríður Guðjónsdóttir fæddi annan son þeirra. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elvar Örn Jónsson og liðsfélagar í MT Melsungen færðust á ný upp að hlið Füchse Berlín í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í gær með öruggum sigri á HC Erlangen sem Viggó Kristjánsson leikur með, 31:25. Leikið var á heimavelli Erlangen í Nürnberg. Erlangen er áfram í næst neðsta sæti þegar liðið á sjö leiki eftir óleikna.


Elvar Örn skoraði fjögur mörk fyrir MT Melsungen, gaf fimm stoðsendingar og var einu sinni vikið af leikvelli. Arnar Freyr Arnarsson er ekki enn byrjaður að leika með Melsungen eftir meiðsli. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi á föstudaginn að Arnar Freyr mætti hugsanlega til leiks á þriðjudaginn þegar Melsungen sækir Bidasoa heim í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Viggó var markahæstur hjá Erlangen með sjö mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu.

Samantekt frá leiknum er hér fyrir neðan:


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -