- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn mætti eftir meiðsli og leiddi Melsungen til sigurs

Elvar Örn Jónsson leikmaður MT Melsungen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elvar Örn Jónsson mætti galvaskur til leiks með MT Melsungen og leiddi liðið til sigurs á heimavelli gegn THW Kiel, 27:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Elvar Örn hafði verið frá keppni í nokkrar vikur vegna meiðsla þegar hann lék með samherjum sínum í dag og lét til sín taka í góðum sigri liðsins, 27:22.


Elvar Örn skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur leikmanna MT Melsungen. Auk þess átti hann tvær stoðsendingar. Einnig lét Selfyssingurinn til sín taka í vörninni.

THW Kiel var marki yfir í hálfleik, 12:11. Elvar og félagar réðu lögum og lofum í leiknum þegar á leið síðari hálfleik. Auk Elvars Arnar þá fór svartfellski markvörðurinn Nebojsa Simic á kostum í marki MT Melsungen. Hann varði 14 skot, 41,2%.

Erik Balenciaga og Dainis Kristopans skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Melsungen.

Bence Imre skoraði sex mörk fyrir THW Kiel og Eric Johansson var næstur með fimm mörk.

Staðan í þýsku 1. deildinni í karlaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -