- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elvar Örn meiddist – óttast það versta

- Auglýsing -

Sigurinn á Ungverjum kann að hafa verið íslenska landsliðinu dýr vegna þess að Elvar Örn Jónsson meiddist á vinstri handlegg undir lok fyrri hálfleiks og kom ekkert meira við sögu. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði við handbolta.is eftir leikinn að ekki væri ljóst hversu alvarleg meiðslin væru. Hann óttaðist það versta.


„Þetta lítur ekki nógu vel út. Þegar Elvar Örn treystir sér ekki til þess að spila þá er eitthvað mikið að. Hann er þannig drengur. Meiðsli Elvars skyggja aðeins á sigurinn,“ sagði Snorri Steinn og bætti við að Elvar Örn færi undir eins í skoðun hjá sjúkraþjálfurum og lækni íslenska landsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -