- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Danir felldu rússnesku birnurnar

Innilegur fögnuður í leikmönnum danska landsliðsins eftir sigurinn á Rússum á EM í kvöld. Sæti í undanúrslitum var í höfn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með frábærum leik og öruggum sigri á Rússum, 30:23. Sandra Toft, markvörður danska landsliðsins, var fremst meðal jafningja og var með nærri 50% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Stórleikur hennar lagið grunn að sigrinum sem tryggði Dönum sæti í undanúrslitum þar sem þeir mæta Norðmönnum á föstudagskvöldið klukkan 19.30. Rússar leika um 5. sætið við Hollendinga.

Danmörk – Rússland 30:23 (13-9)

Leikurinn fór rólega af stað þar sem liðin notuðu upphafsmínúturnar til þess að hrista úr sér mesta skrekkinn. Eftir 5 mínútna leik voru Rússar með 1-2 yfir en það var í eina skiptið sem þær voru yfir í hálfleiknum. Í stöðunni 5-3 fyrir Dani fékk Sandra Toft markvörður Dana þumuskot frá Dariu Dmitrievu beint í andlitið. Toft þurfti að yfirgefa völlinn en kom þó aftur til leiks þegar um sjö mínútur voru eftir af hálfleiknum og hélt uppteknum hætti í markinu. Hún varði 6 skot í fyrri hálfleik og var með 55% markvörslu.

Sjúkraþjálfari danska landsliðsins ræðir við annan dómara leiksins og hugar að Söndru Toft eftir að hún fékk þrumuskot í andlitið snemma í viðureigninni við Rússa í kvöld. Mynd/EPA

Danir náðu mest 5 marka forystu 12-7 en Rússar rönkuðu þó aðeins við sér undir lok hálfleiksins og náðu að minnka muninn niður í 3 mörk 12-9 en nær komust þær ekki og Danir leiddu í hálfleik 13-9.

Danska liðið keyrði svo upp hraðann í byrjun seinni hálfleiks og komust i fimm marka forystu 20-15 þegar átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Ambros Martin og hans stúlkur í rússneska liðinu reyndu að leita allra leiða til þess að komast aftur inní leikinn en þær lentu alltaf á sama vegg að nafni Sandra Toft. Hún varði 14 skot í leiknum og var með 44% markvörslu en hún var einmitt valin besti leikmaður leiksins.  Liðsfélagar hennar héldu svo uppteknum hætti í sóknarleiknum og danska liðið tryggði sér sjö marka sigur 30-23. Þessi sigur færir Dönum sæti í undanúrslitum þar sem  þær koma til með að mæta nágrönnum sínum frá Noregi en Rússar fara í leik um 5.sætið gegn Hollendingum.

Mörk Danmerkur: Mie Hojlund 7, Kristina Jorgensen 4, Mia Bidstrup 4, Anne Mette Hansen 3, Louise Burgaard 3, Lærke Pedersen 2, Mette Tranborg 2, Trine Jensen 2, Line Haugsted 1, Laura Lund 1, Rikke Iversen 1.
Varin skot:  Sandra Toft 14, Althea Reinhardt 1.
Mörk Rússlands:  Daria Dmitrieva 9, Polina Vedekhina 3, Antonina Skorobogatchenko 3, Vladlena Bobrovnikova 2, Kseniia Makeeva 2, Iuliia Managarova 2, Daria Samokhina 1, Anastasiia Illarionova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 9, Anna Sedoykina 2.

Sjötti öruggi sigurinn

Í lokaleik milliriðils tvö unnu Þórir Hergeirsson og hans konur í norska landsliðinu 11 marka sigur á Ungverjum í leik þar sem aldrei lék vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum. Norska liðið gaf tóninn strax í upphafi með fjórum fyrstu mörkum leiksins. Leikmenn litu aldrei um öxl eftir það voru með átta marka forskot í hálfleik. 17:9.


Mörk Noregs: Nora Mörk 7, Camilla Herrem 5, Stine Skogrand 5, Kristine Breistol 3, Henny Reistad 2, Emilie Andtzen 2, Heidi Löke 2, Malin Aune 2, Stine Oftedal 1, Kari Dale 1, Marit Jacobsen 1, Sanna Solberg Isaksen 1.
Varin skot: Solje Solberg 10, Katrine Lunder 8.
Mörk Ungverja: Aniko Kovacsics 7, Katrin Gieea Klujber 5, Dorottya Faluvegi 3, Zsumzanna Tomori 2, Szandra Szollosi-Zacsik 1, Petra Tovizi 1, Nadine Schatzl 1, Rita Lakatos 1.
Varin skot: Blanka Bíró 9, Melinda Szikora 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -