- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Heimsmeistararnir standa höllum fæti

Emmanuel Mayonnade og lið hans, heimsmeistarar Hollands standa ekki vel að vígi fyrir lokaumferð riðlakeppninnar á EM í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með fjórum leikjum í A- og C-riðlum mótsins. Í A-riðli eru Danir og Frakkar öruggir um sæti í milliriðli. Svartfellingar og Slóvenar mætast í hreinum úrslitaleik um að forðast heimferð í fyrramálið. Liðin úr A-riðli blandast saman við lið úr B-riðli í milliriðli. Rússar, Svíar og Spánverjar höfnuðu í þrjú efstu sæti B-riðils í gærkvöld.

Í C-riðli er Króatía örugg um sæti í milliriðli. Serbar, Ungverjar og heimsmeistarar Hollendinga bítast um hin tvö sætin. Heimsmeistararnir standa lakast að vígi án stiga eftir tvo leiki. Þrjú efstu liðin í B-riðli hafna í milliriðli með þremur efstu liðunum úr D-riðli í milliriðlakeppni mótsins.

Leikir kvöldsins í tímaröð:
A-riðill: Svartfjallaland – Slóvenía. kl. 17.15 – sýndur á ehf.tv.com
C-riðill: Serbía – Króatía, kl. 17.15 – sýndur á RÚV2
A-riðill: Frakkland – Danmörk, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2
C-riðill: Holland – Ungverjaland, kl. 19.30 – sýndur á ehf.tv. com


Úrslit leikja í B-riðli og lokastaða:
Rússland – Spánn, 31:22
Svíþjóð – Tékkland, 27:23
Tékkland – Rússland, 22:24
Spánn – Svíþjóð, 23:23
Spánn – Tékkland, 27:24
Rússland – Svíþjóð, 30:26

Úrslit leikja í D-riðli og lokastaða:
Rúmenía – Þýskaland, 19:22
Noregur – Pólland, 35:22
Pólland – Rúmenía, 24:28
Þýskaland – Noregur, 23:42
Þýskaland – Pólland, 21:21
Rúmenía – Noregur, 20:28

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -