- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM-hópurinn hefur verið opinberaður

Ellefu dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM kvenna í 12 ár. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik tilkynnti fyrir stundu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair hvaða 18 leikmenn hann hefur valið til þátttöku á EM kvenna í handknattleik sem hefst 28. nóvember í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Þetta verður í fyrsta sinn í 12 ár sem íslenska landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM.


Þrír leikmenn hafa áður leikið fyrir hönd Íslands á EM, Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Rut var með á EM 2010 og 2012, Sunna 2010 og Þórey Rósa 2012. Meðal leikmanna sem verða eftir heima er Sandra Erlingsdóttir sem var í stóru hlutverki á HM fyrir ári.

Landsliðið kemur saman til æfinga 18. nóvember hér á landi og heldur til Sviss 21. nóvember hvar það leikur tvisvar vináttuleiki við landslið Sviss, 22. og 24. nóvember.

Ísland leikur í F-riðli í Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur Íslands á EM verður föstudaginn 29. nóvember kl. 17 gegn hollenska landsliðinu. Tveimur dögum síðar leikur íslenska landsliðið við Úkraínu og aftur líða tveir dagar þegar röðin kemur að viðureign við þýska landsliðið. Tveir síðustu leikirnir hefjast klukkan 19.30.

EM hópurinn er skipaður eftirtöldum:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus United (63/4).
Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89).
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6).
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3).
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74).
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45).
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/59).
Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15).
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11).
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10).
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/9).
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (52/110).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (117/244).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/96).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405).

Leikir Íslands í F-riðli EM kvenna 2024:
29. nóvember: Ísland - Holland, kl. 17.
1. desember: Ísland - Úkraína, kl. 19.30.
3. desember: Ísland - Þýskaland, kl. 19.30.
  • Handbolti.is verður vitanlega á EM, án ríkisaðstoðar, og fer utan með blaðamann og ljósmyndara sem fylgja landsliðinu eftir meðan það stendur í ströngu.
A-riðill – Debrecen:B-riðill – Debrecen:
SvíþjóðSvartfjallaland
UngverjalandRúmenía
N-MakedóníaSerbía
TyrklandTékkland
C-riðill – Basel:D-riðill – Basel:
FrakklandDanmörk
SpánnSviss
PóllandKróatía
PortúgalFæreyjar
E-riðill – Innsbruck:F-riðill – Innsbruck:
NoregurHolland
AusturríkiÞýskaland
SlóveníaÍsland
SlóvakíaÚkraína
  • Riðlakeppnin verður leikin í Debrecen í Ungverjalandi, Basel í Sviss og Innsbruck í Austurríki.
  • Tvö lið halda áfram úr hverjum riðli yfir milliriðla. Tvö neðstu liðin falla úr leik.
  • Milliriðlar verða leiknir í Debrecen og Vínarborg.
  • Færeyjar og Tyrkland taka í fyrsta sinn þátt
  • Úrslitahelgi EM fer fram í Vínarborg.
  • EM hefst 28. nóvember og lýkur með úrslitaleik 15. desember.

A-landsliðs kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -