- Auglýsing -
Danmörk og Noregur mætast í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 17 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.
Klefinn.is og HSÍ og A-landslið kvenna bjóða í áhorfspartý á úrslitaleikinn á Evrópumeistaramótinu í Minigarðinum klukkan 16. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir að sögn Silju Úlfarsdóttur sem skipuleggur og heldur utan um samkomuna en þangað koma m.a. þær landsliðskonur Íslands sem eru á landinu.
Leikurinn verður sendur út á RÚV.
- Danmörk og Noregur mættust einnig í úrslitaleik EM 2002 í Ljubljana í Slóveníu. Noregur vann, 27:25. Svartfellingar unnu Frakka í leiknum um þriðja sætið með sömu markatölu, reyndar eftir framlengingu.
- Norska landsliðið leikur í þriðja sinn í röð til úrslita á EM kvenna í dag og í 13. sinn alls frá 1994 þegar fyrsta Evrópumót kvennalandsliða fór fram. Aðeins þrisvar sinnum hefur Noregur tapað úrslitaleik EM, 1996, 2002 og 2012.
- Ekkert landslið hefur oftar unnið til verðlauna á EM en það norskra, níu gull, þrenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
- Danmörk hefur þrisvar orðið Evrópumeistari í handknattleik kvenna, 1994, 1996 og 2002. Einnig hafa Danir þrisvar hreppt silfurverðlaun.
- Norska landsliðið er það eina taplausa á EM 2024.
- Danska og norska landsliðið mættust í milliriðlakeppni EM á dögunum. Noregur vann með þriggja marka mun, 27:24. Þetta er eini tapleikur Dana á EM til þessa.
- Frá upphafi hefur danska landsliðið skorað 2.997 mörk í lokakeppni EM. Norska landsliðið hefur í gegnum tíðina skorað 3.501 mark.
- Katrine Lunde hefur sex innum orðið Evrópumeistari, 2004, 2006, 2008, 2010, 2020 og 2022. Þar af hefur hún þrisvar verið í úrvalsliði EM, 2008, 2010, 2012
- Camilla Herrem hefur fimm sinnum verið í sigurliði EM kvenna.
- Auglýsing -