- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM kvenna: Frakkland – Danmörk, staðreyndir

Landsliðsþjálfararnir, Sebastien Gardillou og Jesper Jensen takast í hendur á fréttamannafundi í Vínarborg í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Frakkland og Danmörk mætast í síðari undanúrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle  í Vínarborg klukkan 19.30 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.
Leikurinn verður sendur út á RÚV2.

  • Danska landsliðið komst í úrslit á EM 2022 en tapaði fyrir norska landsliðinu í úrslitaleik. Sömu sögu er að segja um franska landsliðið á EM 2020.
  • Frakkar unnu Noreg í úrslitaleik HM fyrir ári. Danska landsliðið hefur ekki unnið stórmót frá 2004 þegar það vann gull á Ólympíuleikunum í Aþenu.
  • Frakkar hrepptu silfurverðlaun í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum í sumar. Danska landsliðið varð í þriðja sæti.
  • Franska landsliðið hefur tekið þátt í átta af síðustu 11 úrslitaleikjum stórmóta, EM, HM og ÓL. Aðeins þrisvar hafa Frakkar tapað undanúrslitaleik á þessum tíma, ÓL 2016 og EM 2022 og ÓL 2024.
  • Á síðustu átta árum hafa landslið Frakklands og Danmerkur mæst einu sinni í undanúrslitaleik, á HM 2021. Frakkar unnu naumlega, 23:22.
  • Sex leikmenn franska landsliðsins í dag voru í sigurliði EM 2018, síðast þegar Frakkar unnu EM kvenna.
  • Anna Kristensen markvörður danska landsliðsins hefur varið flest skot á EM 2024, alls 75, eða 39,7% hlufallsmarkvarsla. Dönsku markverðirnir Kristensen, Althea Reinhardt og Sandra Toft er samanlagt með bestu hlutfallsmarkvörsluna á EM að þessu sinni.
  • Chloé Valentini er markahæst í danska landsliðinu á EM með 31 mark. Anne Mette Hansen er markahæst dönsku leikmannanna með 28 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -