- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Lýkur 16 ára bið Dana eða vinna Króatar sín fyrstu verðlaun?

Það voru danska landsliðinu vonbrigði að vinna ekki norska landsliðið í undanúrslitum á föstudaginn. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Króatar eiga möguleika á því að vinna til sinna fyrstu verðlauna á stórmóti í handknattleik kvenna í dag. Til þess þurfa þeir að sigra gestgjafana, Dani, í leiknum um bronsverðlaunin á EM í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14.30.

Þetta verður 98. leikur danska landsliðsins í lokakeppni EM frá 1994 þegar fyrsta mótið fór fram. Danir munu að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar til þess að vinna sín fyrstu verðlaun á EM kvenna í 16 ár. Bronsverðlaun á HM 2013 er einu verðlaun danska kvennalandsliðsins á stórmóti síðan liðið vann til verðlauna á EM 2004 og á Ólympíuleikunum sumarið sama ár.

Króatía – Danmörk | kl 14.30 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra (Svartfjallalandi).

  • Danir hafa unnið EM þrisvar sinnum og hreppt silfurverðlaun í tvígang. Þessi árangur náðist á upphafsárum EM, frá 1994-2004. Síðan þá hafa Danir ekki unnið til verðlauna á EM en þeir léku um 3. sætið 2010 og 2016 en töpuðu í bæði skiptin.
  • Króatar hafa nú þegar bætt sinn besta árangur á EM til þessa en þeir enduðu í fimmta sæti 1994.
  • Camila Micijevic markahæsti leikmaður Króata er í fjórða sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn mótsins með 32 mörk. Daninn Mia Rej Bidstrup kemur næst á eftir henni með 31 mark.
  • Danski markvörðurinn Sandra Toft hefur varið næst flest skot á EM. Hún hefur varið 72 skot en hin hollenska Tess Wester hefur varið 76.
  • Það er átta ár liðin frá því að lið þessara þjóða mættust síðast en það var í undankeppni EM 2012. Danir hafa unnið fimm sinnum, Króatar í fjögur skipti og einum leik hefur lokið með jafntefli.
  • Danska liðið rauf 2.500 marka múrinn í undanúrslitaleiknum gegn Noregi á föstudaginn.
  • Sandra Toft, fyrirliði danska liðsins, leikur sinn 35. leik á EM í dag. Toft vantar aðeins einn leik til þess að jafna EM-leikjamet Dana á EM kvenna. Það á markvörðurinn Karin Mortensen sem stóð á milli stanganna í danska markinu frá 2000 til 2012.
Króatíska landsliðið getur unnið sín fyrstu verðlaun á EM í dag. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -