Þar sem Króatar töpuðu fyrir Noregi á laugardagskvöldið eiga Þýskaland og Holland enn möguleika á sæti í undanúrslitum en þessi lið mætast einmitt í fyrri leikdagsins á EM. Úrslit leiksins mun skera úr um örlög þeirra í keppninni.
Í hinum leik dagsins eigast við Ungverjar og Rúmenar en gengi þessara liða á mótinu hefur verið undir væntingum og eru þau bæði enn án stiga í milliriðlinum.
Holland – Þýskaland | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina (Rússlandi).
Hollendingurinn Henk Groener sem þjálfar þýska landsliðið gerði garðinn frægan áður sem þjálfari Hollands á árunum 2009-2016. Hann stýrði Hollendingum til silfurverðlauna á HM 2015 og í fjórða sætið á Ólympíuleikunum 2016.
Sjö af 16 leikmönnum í leikmannahópi Hollendinga spila í þýsku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm leikmenn Borussia Dortmund sem varð Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð.
Bæði lið þurfa nauðsynlega á þeim tveim stigum sem eru í boði í dag að halda til þess að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Þau þurfa þó einnig að treysta á úrslit í öðrum leikjum. Lokaumferð milliriðlakeppninar fer fram á morgun.
Hollenska liðinu hefur tekist að vinna til verðlauna á síðustu fimm stórmótum sem það hefur tekið þátt í. Silfurverðlaun á HM 2015 og EM 2016, bronsverðlaun á HM 2017 og EM 2018 og svo gullverðlaun á HM 2019.
Þjóðverjar og Hollendingar hafa mæst átta sinnum áður þar sem liðin hafa unnið fjóra leiki hvort. Þóðverjar hafa hins vegar unnið þrjá af fimm leikjum þeirra á EM.
Ungverjaland – Rúmenía | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra (Svartfjallalandi).
Hvorugt liðanna á möguleika á sæti í undanúrslitum þar sem þau eru bæði stigalaus í milliriðlakeppninni.
Vinni Ungverjar leikinn þá verður það 50. sigurleikur þeirra á EM. Komast þeir í hóp með Norðmönnu og Dönum.
Rúmenía er með slökustu sóknina á þessu móti en hún hefur aðeins skorað 21,8 mörk að meðaltali í leik og er með um 49% skotnýtingu.
Þeirra markahæsta leikmanni í sögu EM, Cristina Neagu, vantar aðeins eitt mark í að hafa skorað 260 mörk í lokakeppni EM. Til þess að setja þessa miklu markaskorun í smá samhengi þá má benda á það að allir 16 leikmenn Ungverjalands hafa skorað 352 mörk á EM.
Ungverjar og Rúmenar hafa mæst 27 sinnum áður. Ungverjum hefur tekist að vinn í 17 skipti en Rúmenum níu sinnum.