- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM – myndskeið: Átta á sex – sókndjarfur markvörður

Zurab Tsintsadze, markvörður Georgíu, fagnar ákaft með samherjum sínum fyrsta sigri Georgíu á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eitt og annað á sér stað í hita leiksins á Evrópumótinu í handknattleik karla sem stendur yfir í Þýskalandi. Sumt er leyfilegt annað ekki og fer m.a. framhjá árvökulum augum þeirra sem vel eiga að fylgjast með.

Margir hafa heyrt um að leika sjö á sex, þ.e. með sjö sóknarmenn gegn sex varnarmönnum og telja þá ekki markvörðinn með af einhverjum ástæðum. Í leik Dana og Portúgala í gærkvöld í München kom upp sú sérstaka staða að portúgalska liðið var með sjö menn í vörn með markverði en áttundi maðurinn dúkkaði skyndilega upp í hraðaupphlaupi og skoraði.

Markvörður í sóknarhug

Georgíski markvörðurinn Zurab Tsintsadze naut lífsins í síðasta leik landsliðsins á EM þegar hann kom af dirfsku úr marki sínu fram á völl, vann boltann og brunaði fram og átti stoðsendingu á félaga sinn sem skoraði. Georgía vann leikinn var við Bosníu, 22:19. Var þetta fyrsti sigur landsliðs Georgíu í lokakeppni EM en landslið þjóðarinnar er með í fyrsta skipti. Sigurinn nægði ekki og Georgíumenn eru á leiðinni heim. Tilþrif markvarðarins eru hinsvegar góð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -