- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Staðreyndir lagðar á borðið

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðið sem leikið hefur besta sóknarleikinn á EM. Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Riðlakeppni á Evrópumeistaramótinu lauk með hvelli á þriðjudagskvöldið. Það er athyglisvert að rýna í nokkrar tölfræðiupplýsingar eftir þessa 24 leiki sem búnir eru á mótinu til þessa. Tékkar eiga bæði markahæsta leikmanninn og þann markvörð sem hefur varið mest. Tvær þjóðir sem hafa orðið Evrópumeistarar hafa á að skipa bestu sóknina og bestu vörnina og Þjóðverjar áttu bæði hæsta og lægsta markaskorið í leikjunum.

2 leikjum af 24 lauk með jafntefli, Svíþjóð-Spánn (23-23) og Þýskaland-Pólland (21-21)

3 lið  sem misstu af sæti í milliriðlunum á síðasta móti gerðu það einnig í þetta sinn: Slóvenía, Tékkland og Pólland. Serbar voru svo fjórða þjóðin sem þurfti að sætta sig við að fara heim.

George-Bogdan Burcea, landsliðsþjálfari Rúmena fer yfir málin með leikmönnum sínum. Mynd/ Stanko Gruden / kolektiffimages

3 rúmenskir leikmenn tróna á toppnum yfir flestar sendingar á mótinu. Cristina Laslo (624), Cristina Neagu (615) og Eliza Buceschi (596)

3 markmenn  hafa spilað mest allra á mótinu til þessa. Tea Pijevic (Króatíu) hefur spilað 176 mínútur af 180 mínútum, Tékkinn Petra Kudlackova hefur spilað í 171 mínútu og hin hollenska Tess Wester hefur spilað 170 mínútur.

3 lið munu tryggja sér farseðil beint á HM sem fer fram á Spáni á næsta ári.

4 ­– allar þjóðirnar sem komust í undanúrslit á síðasta EM komust í milliriðlana að þessu sinni, Frakkar, Rússar, Holland og Rúmenía.

Norska landsliðið stillir sér upp fyrir einn af leikjum EM. Mynd/Stanko Gruden / kolektiffimages

4 lið  unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Frakkland, Rússland, Noregur og Króatía.

5 – Allar þjóðir sem hafa unnið EM til þessa komust áfram í milliriðlana. Noregur (7 titlar), Danmörk (3 titlar), Ungverjaland, Svartfjallaland og Frakkaland (1 titill hver).

10 – Eftir tíu ára eyðimerkurgöngu Króata á EM tókst þeim að tryggja sér sæti í milliriðlum.

Króatíska landsliðið hefur komið mörgum skemmtilega á óvart á EM. Mynd/Stanko Gruden/kolektiffimages

11 af 12 liðum sem komust í milliriðla á EM 2018 hafa gert það einnig núna. Eina breytingin er að Króatar koma inn í stað Serba.

12 mörk  af þeim 42 sem norska liðið skoraði gegn Þjóðverjum skoraði Nora Mörk. Það er met yfir flest skorðu mörk í einum leik í riðlakeppninni.

Hin spænska Nerea Pena hefur næst flestar stoðsendingar til þessa á EM. Mynd/Anze Malovrh/kolektiff

18 stoðsendigar frá Cristinu Neagu gerir hana að stoðsendingardrottningu riðlakeppninnar en Nerea Pena er í öðru sæti með 16 stoðsendingar og hin norksa Stine Oftedal í þriðja sæti með 15 stoðsendingar.

19 marka  tap Þjóðverja í riðlakeppninni var versta tap í sögu Þjóðverja. Það var einnig stærsta tapið í riðlakeppninni. Næst stærsta tapið var 12 marka tap Serba gegn Ungverjum.

22 mörk er fjöldi marka sem þær Nora Mörk og Marketa Jerabkova skoruðu í þremur leikjum í riðlakeppninni og gerir þær að markahæstu leikmönnum mótsins til þessa.

23 leikir eru ennþá eftir í mótinu. 18 leikir í milliriðlum, 2 í undanúrslitum og þrír leikir um sæti.

40 mörk í plús er sá markamunur sem norska liðið hefur eftir þrjá leiki sem er mun meira en liðin sem koma næst á eftir þeim. Rússar hafa 15 mörk í plús og Frakkar eru með 14 mörk í plús.

41 mark skoruð í leik Þýskalands og Rúmeníu var lægsta markaskorið í riðlakeppninni.

Petra Kudlackova, markvörður Tékka, var frábær í leikjum liðsins. Mynd/ Uros Hocevar / kolektiffimages

42 skot varin af hinni tékknesku Kudlackovu eru flest varin skot það sem af er móti en næstar á eftir henni eru þær Tess Wester (32 skot) og Tea Pijevic (31 skot). Hin franska Cleopatre Darleux er hins vegar með bestu prósentuna en hún hefur varið 47% af þeim skotum sem hún hefur fengið á sig.

60 mörk  sem Frakkar fengu á sig í riðlakeppninni gerir þær að besta varnarliðinu til þessa. Noregur og Danmörk fengu bæði á sig 65 mörk í þremur leikjum.

65 mörk  skoruð í leik Noregs og Þýskalands voru flest skoruð mörk í leikjunum í riðlakeppninni.

Serbneska landsliðið fyrir einn af leikjum sínum á EM. Það er farið heim. Mynd/ Stanko Gruden / kolektiff

88 mörk sem Serbar fengu á sig í riðlakeppninni segir okkur að þær voru með lökustu vörnina í riðlakeppninni.

105 mörk  sem gerir um 35 mörk að meðaltali er fjöldinn af þeim mörkum sem norska liðið skoraði í riðlakeppninni.

1.209 mörk voru skoruð í riðlakeppninni sem gerir um 50.3 mörk að meðaltali í leik. Mörkin skiptust á eftirfarandi hátt á milli riðlanna. 317 í C-riðli, 305 í D-riðli, 302 í B-riðli og 285 í A-riðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -