- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Stríð frændþjóða í undanúrslitum

Þórir Hergeirsson mætir Dönum í undanúrslitum EM á föstudagskvöld. Mynd/Stanko Gruden / kolektiff
- Auglýsing -

Sannkallaður risalagur verður í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik á föstudaginn í Jyske Bank Boxen í Herning kl. 19.30. Frændþjóðirnar Noregur og Danmörk mætast þar og sigurliðið mun leika til úrslita á sunnudaginn á sama stað. Tapliðið leikur um 3. sæti við annað hvort Frakka eða Króata sem eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Í undanúrslitum mætast:
Frakkland – Króatía, kl. 17.
Noregur – Danmörk, kl. 19.30.

Þórir Hergeirsson og leikmenn hans í norska landsliðinu hafa unnið alla sex leiki sína í mótinu til þessa. Danir hafa unnið fimm leiki en tapað einum, fyrir Frökkum.


Í leiknum um 5. sætið mætast:
Holland – Rússland, kl. 14.30.


Leikurinn um 5. sæti mótsins skiptir ekki neinu máli, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Hann hefði haft tilgang ef Hollendingar eða Spánverjar hefðu náð inn í undanúrslit. Þá hefði 5. sæti gefið farseðil á HM á næsta ári. Fjórar efstu þjóðirnar á EM, Danir, Frakkar, Króatar og Norðmenn eru með víst sæti á HM að ári ásamt Spánverjum sem verða gestgjafar mótsins. Sem ríkjandi heimsmeistarar eru Hollendingar einnig vissir um keppnisrétt á HM. Hin 10 liðin sem tóku þátt í EM að þessu sinni fara í umspilsleiki næsta vor ásamt þeim liðum sem komast upp úr forkeppni HM sem leikin verður í nokkrum riðlum eftir miðjan mars. Íslenska landsliðið verður þátttakandi í forkeppninni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lokastaðan í milliriðlunum:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -