- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Þjóðverjar horfa til undanúrslita

Áfram heldur keppni á EM kvenna í Danmörku í dag. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Næst síðasti leikjadagur í millriðlum EM kvenna í handknattleik í Danmörku er í dag. Fyrri leikur dagsins verður á milli heimsmeistara Hollendinga og Þjóðverja. Með sigri komast Þjóðverjar upp að hlið Króata fyrir lokaumferðina á morgun en þá leiða þjóðirnar saman hesta sína. Vinni Þjóðverjar lið Hollendinga í kvöld kemur til hreins úrslitaleiks á milli Króata og Þjóðverja um sæti í undanúrslitum annað kvöld. Vinni Hollendingar leikinn í kvöld færast þeir skrefi nær að bjarga aðeins andlitinu með því að eiga möguleik á að leika um fimmta sæti um næstu helgi.

Ungverjar og Rúmenar reka lestina í milliriðli tvö án stiga. Viðureign þjóðanna í Sydbank Arena í Kolding í kvöld verður aðeins upp á heiðurinn eftir vonbrigði þeirra á mótinu.

Á morgun fer fram lokaumferð í báðum riðlum og verða sex leikir á dagskrá. Þeir fyrstu hefjast klukkan 15 en betur verður greint frá þeim á handbolta.is í fyrramálið.

Leikir kvöldsins í tímaröð:
Holland – Þýskaland, kl. 17.15 – sýndur á RÚV2
Ungverjaland – Rúmenía, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2

Úrslit fyrri leikja í milliriðli tvö:
Króatía – Rúmenía, 25:20
Holland – Noregur, 25:32
Ungverjaland – Þýskaland, 25:32
Króatía – Noregur, 25:36


Úrslit fyrri leikja í milliriðli eitt:
Svarfjallaland – Rússland, 23:24
Frakkland – Spánn, 26:25
Frakkland – Rússland, 28:28
Danmörk – Svíþjóð, 24:22
Svarfjallaland – Svíþjóð, 31:25
Danmörk – Spánn, 34:24

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -