- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Vonir Hollendinga veikjast þrátt fyrir sigur

Hollendingar sækja að vörn Þjóðverja í leiknum í Kolding í kvöld. Mynd/Stanko Gruden/kolektiff
- Auglýsing -

Tess Wester sá til þess að hollenska landsliðið vann það þýska í fyrri leik kvöldsins á EM kvenna í handknattleik í Danmörku. 28:27. Hún varði tvö skot í hraðaupphlaupum á síðustu mínútunni en myndskeið með vörslum Wester er að finna hér fyrir neðan. Hinsvegar virðist ljóst að sigurinn dugar Hollendingum ekki til þess að eiga möguleika á undanúrslitasæti þótt þeir vinni á morgun komi til þess að Þýskaland vinni Króatíu í lokaumferðinni annað kvöld. Sigurinn hefði þurft að vera a.m.k. einu marki stærri.

Þjóðverjar voru sterkari í fyrri hálfleik í leiknum við Hollendinga í dag og náðu þeir á kafla fjögurra marka forystu. Hollenska liðinu tókst að snúa vörn í sókn og minnka muninn í eitt mark áður en flautað var til hálfleiks. 15:14.

Leikurinn var jafn allan síðari hálfleikinn. Hollendingar virtust vera sterkari á lokakaflanum og náðu þeir m.a. tveggja marka forskoti fjórum mínútum fyrir leikslok, 26:24. Tveggja marka sigur var það sem hollenska liðið þurfti að lágmarki til þess að eiga möguleika á öðru sæti riðilsins fari svo að Króatar, Þjóðverjar og Hollendingar verði jafnir að stigum annað kvöld eftir milliriðlakeppnina.

Taugar leikmanna voru þandar á lokamínútum leiksins og talsvart var um mistök. Hollenska liðið var í sókn lengst af síðustu mínútuna og þrátt fyrir leikhlé þar sem lagt var á ráðin þá gekk síðasta sóknin síður en svo upp. Þjóðverjar unnu boltann á síðust sekúndum og gátu jafnað en Wester sá til þess að til þess kom ekki.


Þjóðverjar mæta Króötum annað kvöld klukkan 17.15 en ríflega tveimur stundum fyrr eigast við Rúmenar og Hollendingar. Króatar, Þjóðverjar og Hollendingar keppast um annað sæti riðilsins sem gefur þátttökurétt í undanúrslitum en norska liðið er þegar öruggt með efsta sætið. Hollenska liðið getur svo gott sem afskrifað annað sætið.


Mörk Hollands: Lois Abbingh 8, Angela Malestein 6, Kelly Dulfer 3, Bo van Wetering 3, Larissa Nusser 3, Larua van der Heijden 2, Danick Snelder 2, Dione Househeer 1.
Varin skot: Tess Wester 17, Rinka Diijndam 1.
Mörk Þýskalands: Julia Behnke 4, Kim Naiszinavicius 4, Antje Launenroth 3, Julia Maidhof 3, Emely Bölk 3, Marlene Zapf 2, Alina Grijseels 2, Maren Weigel 2, Luisa Schulze 1, Evgenija Minevskaja 1, Ina Grossmann 1, Xenia Smits 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -