- Auglýsing -

EM17-’25: Geggjuð liðsheild og frábær stuðningur

- Auglýsing -


„Við mættum vel einbeittar í dag eftir að hafa farið yfir hvað við erum búin að leggja á okkur til að vera hérna og njóta og undirstrikuðum að við væri búin að spila geggjaða vörn undanfarið og vildum halda því áfram. Það tókst og þá var sóknin auðveldari,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari 17 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is eftir sigurinn á Noregi á Evrópumótinu í morgun, 29:27. Ásamt Díönu er Hilmar Guðlaugsson þjálfari liðsins. Þátttöku íslenska liðsins er þar með lokið. Niðurstaðan varð 17. sæti af 24 liðum, fjórir sigrar, eitt jafntefli og þrjú töp.

Þetta eru bara einstakar stelpur sem vilja ná langt. Ég held að ég geti sagt það að við vorum búin að undirbúa okkur mjög vel að vera svona lengi saman og svo var auðvitað frábært að fá fjölskyldur til okkar á EM.

-Spurð hvað hefði öðru fremur lagt gunn að sigrinum í dag sagði Díana:

„Frábær varnarleikur, markvarslan hélt áfram að vera stöðug, svo agaður sóknarleikur með góður hraða og flottum árásum.“

Allar tilbúnar í lokadansinn

-Hvað stóð upp úr í dag?

„Hvað þetta er geggjuð liðsheild og hvað allar voru tilbúnar í þetta þó við værum búnar að spila marga leiki undanfarið.“

Ég geti fullyrt að þessir leikmenn hafa lært ótrúlega mikið á því að vera saman, sem leikmenn, liðsmenn og einstaklingar og þær munu lifa á þessu sumri mjög lengi.

Einstakur hópur

-Frábær hópur og mikill stuðningur, ekki satt?

„Já, þetta er einstakur hópur og ég tala nú ekki um stuðninginn sem við erum búin að fá hérna hann er alveg einstakur. Frábærar fjölskyldur og vinir sem hafa viljað allt fyrir okkur gera.“

Núna hafa þær þurft að þola 23 daga með mér og verða örugglega kátar með að losna við mig á morgun

Ekki langt í liðin fyrir ofan

Aðeins um mótið heild og síðustu þrjár vikur, ef mér skjátlast ekki var þetta 13. leikurinn á þremur vikum. Þetta hefur gríðarlega löng törn. Hvað er um það segja?

„Jú, það er rétt þetta eru bara einstakar stelpur sem vilja ná langt. Ég held að ég geti sagt það að við vorum búin að undirbúa okkur mjög vel að vera svona lengi saman og svo var auðvitað frábært að fá fjölskyldur til okkar á EM. Það er alltaf gott að fá gott knús frá mömmu og pabba sem peppar mann alltaf upp. Auðvitað vildum við ná lengra en það eru nokkur atriði sem við viljum halda áfram að vinna með og þá er kannski ekkert svo langt í liðin fyrir ofan okkur.


Brynja Ingimarsdóttir liðsstjóri, Unnar Arnarsson sjúkraþjálfari, Einar Bragason markmannsþjálfari, Hilmar Guðlaugsson þjálfari og Díana Guðjónsdóttir þjálfari. Ljósmynd/HSÍ

Er ótrúlega stolt af þeim

Þessar þrjár vikur hafa kennt mér margt sem þjálfara og ég er ótrúlega stolt af þeim.

Núna hafa þær þurft að þola 23 daga með mér og verða örugglega kátar með að losna við mig á morgun. Ég á eftir að sakna þeirra því þessi tími hefur verið einstakur með þeim.“

Ekki má heldur gleyma því að þó við hefðum viljað ná lengra á EM þá unnu þær brons á Ólympíuhátíð Æskunnar sem er frábær árangur

Áframhaldandi vinna

-Efnilegur hópur sem staðið hefur saman í gegnum hverja raun?

„Já, þetta er mjög efnilegur hópur og þær eru alveg einstakar. Núna þurfum við að leggjast yfir hvernig og hvað við viljum bæta. Þær þurfa líka að vinna í sér áfram til að ná lengra og þær hafa allar hæfileikana til þess.

Ég held að ég geti fullyrt að þessir leikmenn hafa lært ótrúlega mikið á því að vera saman, sem leikmenn, liðsmenn og einstaklingar og þær munu lifa á þessu sumri mjög lengi. Ekki má heldur gleyma því að þó við hefðum viljað ná lengra á EM þá unnu þær brons á Ólympíuhátíð Æskunnar sem er frábær árangur,“ sagði Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari U17 ára landsliðs kvenna í samtali við handbolta.is.

EM17-’25: Glæsileg frammistaða – sigruðu Noreg

EM17-’25: Myndskeið – sigurdans og söngur

EM17-’25: Leikjadagskrá í krossspili og um sæti

Yngri landslið – fréttasíða.

EM-hópurinn:

Markverðir:
Danijela Sara Björnsdóttir, HK.
Erla Rut Viktorsdóttir, Haukar.
Arna Sif Jónsdóttir, Val.
Aðrir leikmenn:
Agnes Lilja Styrmisdóttir, ÍBV.
Alba Mist Gunnarsdóttir, Valur.
Ebba Guðríður Ægisdóttir, Haukar.
Eva Lind Tyrfingsdóttir, Selfoss.
Eva Steinsen Jónsdóttir, Valur.
Guðrún Ólafía Marinósdóttir, FH.
Hekla Halldórsdóttir, HK.
Klara Káradóttir, ÍBV.
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur.
Roksana Jaros, Haukar.
Tinna Ósk Gunnarsdóttir, HK.
Valgerður Elín Snorradóttir, Víkingur.
Vigdís Arna Hjartardóttir, Stjarnan.

Þjálfarar:
Díana Guðjónsdóttir.
Hilmar Guðlaugsson.
Markmannsþjálfari:
Einar Bragason.
Liðsstjóri:
Brynja Ingimarsdóttir.
Sjúkraþjálfari:
Unnar Arnarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -