- Auglýsing -

EM17-’25: Glæsileg frammistaða – sigruðu Noreg

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið vann það norska, 29:27, í viðureign um 17. sætið á Evrópumóti 17 ára landsliða kvenna í handknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi í morgun. Liðið yfirspilaði norska landsliðið á köflum í leiknum og náði í tvígang níu marka forskoti í síðari hálfleik. Átta marka munur að loknum fyrri hálfleik, 18:10, eftir að íslensku stúlkurnar fór á kostum síðustu 20 mínútur hálfleiksins.

Þetta var þriðji sigur íslenska liðsins í röð á mótinu á undanförnum fjórum dögum.


Norska liðið var marki yfir eftir 15 mínútur, 7:6, áður en íslenska liðið tók öll völd á leikvellinum, jafnt í vörn sem sókn. Leikmönnum norska liðsins féll allur ketill í eld. Varnar- og sóknarleikur íslensku stúlknanna var frábær ásamt enn einum stórleik Danijelu Söru Björnsdóttur.

Upphafsskafli síðari hálfleiks var rökrétt framhald af fyrri hálfleik. Íslenska liðið yfirspilaði það norska og náði í tvígang níu marka forskoti. Norsku stúlkurnar lögðu allt í sölurnar og tókst að saxa á forskot íslenska liðsins. Munurinn var hinsvegar alltof mikill til þess að einhverju yrði breytt um hvorum megin sigurinn hafnaði.

Þar með hefur íslenska liðið lokið keppni á EM. Þetta var 13. leikur liðsins á 21 degi að meðtöldum fimm viðureignum á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Skopje.

Laufey Helga Óskarsdóttir var valin maður leiksins. Ljósmynd/HSÍ

Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 10, Roksana Jaros 5, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Tinna Ósk Gunarsdóttir 3, Hekla Sóley Halldórsdóttir 1, Klara Káradóttir 1, Alba Mist Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 16, 37,2%.

Mörk Noregs: Stina Surdal 5, Milla Kristin Breda-Ruud 4, Marie Lutro Allison 3, Mamen Lokna Hudson 3, Nea Angelina Holand Frydenlund 3, Ibaa Mohammed Abdelhai 2, Rikke Dahl Rønningen 2, Selma Berland 2, Kaja Ørving Jensen 2, Vera Braut Brunes 1.

Í stuttu máli: 1:2 (5.) – 5:6 (10.) – 6:7 (15.) – 10:7 (20.) – 15:9 (25.) – 18:10 (30.) – 20:14 (35.) – 23:15 (40.) – 24:18 (45.) – 27:23 (50.) – 28:25 (55.) – 29:27 (60.).

EM17-’25: Leikjadagskrá í krossspili og um sæti

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -