- Auglýsing -

EM17-’25: Stórsigur á Færeyingum í upphafsleik

- Auglýsing -



17 ára landslið kvenna í handknattleik hóf þátttöku á Evrópumótinu í handknattleik í dag með stórsigri á færeyska landsliðinu, 33:15, í S.C. Moraca-keppnishöllinni í Podgorica í Svartfjallalandi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 16:6.
Á morgun leikur íslenska liðið við hollenska landsliðið sem mætir Sviss síðar í dag.

Viðureign Íslands og Hollands á morgun hefst klukkan 15.

Fagnað með stuðningsfólki eftir sigurinn. Ljósmynd/HSÍ


Íslenska landsliðið gaf tóninn strax á upphafsmínútum leiksins með frábærum varnarleik. Með fylgdi stórleikur Danijelu Söru Björnsdóttur markvarðar. Færeyska liðið komst hvorki lönd né strönd í sókninni. Á eftir fylgdu hraðar sóknir íslensku stúlknanna sem hreinlega kafsigldu þær færeysku.


Munurinn á liðunum var áfram mikill í síðari hálfleik og stórsigur Íslands var aldrei í hættu. Sannarlega frábær byrjun hjá íslenska liðinu sem á væntanlega fyrir höndum tvo erfiðari leiki á morgun og á laugardaginn.

Allir leikmenn fengu tækifæri til þess að spreyta sig í leiknum sem einnig var afar jákvætt.

Danijela Sara Björnsdóttir markvörður var maður leiksins. Ljósmynd/HSÍ

Mörk Íslands: Agnes Lilja Styrmisdóttir 6, Laufey Helga Óskarsdóttir 6, Ebba Guðríður Ægisdóttir 5, Eva Lind Tyrfingsdóttir 5, Hekla Sóley Halldórsdóttir 3, Vigdís Arna Hjartardóttir 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Klara Káradóttir 1, Roksana Jaros 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 15/3, 60% – Erla Rut Viktorsdóttir 4, 38%.
Mörk Færeyja: Lý Dávadóttir Magnussen 4, Maria Hellisdal Poulsen 2, Arina Høgnadóttir Wang 2, Halla Haldansen 2, Poula Djurhuus á Neystabø 1, Meta av Fløtum 1, Emily Andresen 1, Lilja Skaalum Vilhelm 1, Sólveig Guðmundsdóttir Ripley 1.
Varin skot: Femja Smalasdóttir Soll 5 – Bjørk Germaine Jákupsdóttir 4.

Gangur leiksins í stórum dráttum: 6:4 (10 mín), 11:4 (20 mín), 16:6 (30 mín), 22:9 (40 mín), 27:13 (50 mín), 33:15 (60 mín).

EM17-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit, staðan

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -