- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM18 samtíningur, markahæstir, varin skot og vítaköst, hverjir skoruðu mörkin?

18 ára landslið Íslands sem hafnaði í 4. sæti á EM 2024. Eftir röð f.v.: Elías Sindri Pilman, Bernard Kristján Owusu Darkoh, Daníel Montoro, Nathan Doku Helgi Asare, Jens Sigurðarson, Ævar Smári Gunnarsson, Ingvar Dagur Gunnarsson, Magnús Dagur Jónatansson, Garðar Ingi Sindrason, Dagur Leó Fannarson og Dagur Árni Heimisson. Fremstir eru: Antoine Óskar Pantano, Jens Bragi Bergþórsson, Stefán Magni Hjartarson, Harri Halldórsson og Ágúst Guðmundsson. Mynd/MKJ
- Auglýsing -
  • Ágúst Guðmundsson var markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á Evrópumóti 18 ára landsliða í handknattleik sem lauk á sunnudaginn. Ágúst skoraði 53 mörk í leikjunum átta á mótinu. Af þeim skoraði Ágúst 20 mörk úr vítaköstum. Honum brást bogalistin í þrígang. Spánverjinn Marcos Fis Ballester var jafn Ágústi með 53 mörk.
  • Dagur Árni Heimisson skoraði 51 mark, tveimur mörkum færri en Ágúst. Dagur Árni, sem valinn var í úrvalslið EM, skoraði ekki úr vítakasti og spreytti sig reyndar á því á mótinu.
  • Ísraelinn Asaf Sharon skoraði flest mörk á Evrópumótinu, 71, af þeim skoraði hann 28 úr vítaköstum en brást bogalistin níu sinnum. Frakkinn Yoni Peyrabout var næstur á eftir með 65 mörk, 15 þeirra úr vítaköstum.
  • Jens Sigurðarson markvörður íslenska landsliðsins varð í öðru sæti markvarða þegar litið er til flestra varinni vítakasta. Hann varði 11 af 30 vítaköstum sem hann fékk á stig, 36,7%.
  • Jens varð á hinn bóginn í 16. sæti yfir þá markverði sem varði hlutafallslega flest skot á EM. Hann varði 78 skot af 266, 29,3%.
  • Danski markvörðurinn Frederik Møller Wolff er efstur með 35,1% hlutfallsmarkvörslu, 79 varin skot af 225. Møller tók þátt í sjö af átta leikjum Dana á EM. Hann er einn fjölmargra danskra handknattleiksmanna sem er í akademíu GOG á Fjóni.

    Mörk Íslands á EM 18 ára skoruðu:
Ágúst Guðmmundsson53
Dagur Árni Heimisson51
Jens Bragi Bergþórsson30
Harri Halldórsson28
Garðar Ingi Sindrason27
Stefán Magni Hjartarson18
Magnús Dagur Jónatansson9
Antoine Óskar Pantano7
Bernard Kristján Owusu Darkoh5
Ævar Smári Gunnarsson5
Daníel Montoro4
Dagur Leó Fannarsson2
Nathan Doku Helgi Asare1





- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -