- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM18: Spánverjar tóku völdin síðustu 10 mínúturnar

Leikmenn Íslands og Spánar áður gengið var til leiks. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -

Íslensku piltarnir í 18 ára landsliðinu töpuðu fyrir Spánverjum með fimm marka mun, 32:27, í annarri umferð riðlakeppni átta liða úrslitum Evrópumótsins í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 13:11, Íslandi í vil. Eftir frábæran leik í 50 mínútur þá voru spænsku piltarnir öflugri á síðustu 10 mínútunum og tryggðu sér sigur. Leikmenn íslenska liðsins börðust til loka en því miður áttu við ofurefli að etja.

Þetta var fyrsta tap íslenska landsliðsins í mótinu en það hafði áður unnið fjórar viðureignir.

Næst gegn Noregi

Á morgun verður frídagur hjá strákunum áður en kemur að síðasta leiknum í riðlakeppni átta liða úrslita á fimmtudaginn gegn norska landsliðinu sem tapað hefur fyrir Svíum og Spánverjum. Með sigri á Norðmönnum á íslenska liðið möguleika á að tryggja sér sæti undanúrslitum. Viðureignin við Norðmenn hefst klukkan 12.30 á fimmtudaginn.

Íslenska liðið byrjaði frábærlega í dag og skoraði sex af fyrstu sjö mörkunum. Fyrstu 15 til 20 mínuturnar réði íslenska liðið lögum og lofum og var fimm mörkum yfir, 9:4, eftir nærri 17 mínútur. Spánverjar unnu sig inn í leikinn. Þeir færðu vörn sínar framar, í 3/2/1 og tókst að slá aðeins vopnin úr höndum íslensku sóknarmannanna sem áfram héldu þó forystunni út hálfleikinn, 13:11 fyrir Ísland eftir 30 mínútur.

Spánverjar voru ekki lengi að jafna metin í síðari hálfleik en þeir gekk treglega að komast yfir lengi vel. Þeir hröktu íslensku sóknarmennina fram undir miðju með mjög hreyfanlegum varnarleik. Frumkvæðið var áfram íslensku piltanna sem voru síðast tveimur yfir, 22:20, þegar 12 mínútur voru eftir. Átta mínútum fyrir leikslok var Ísland yfir í síðasta sinn, 24:23. Það sem eftir var réðu Spánverjar lögum og lofum og unnu með fimm marka mun. Þeir áttu einfaldlega meira eftir.

Mörk Íslands: Dagur Árni Heimisson 9, Ágúst Guðmundsson 8/5, Harri Halldórsson 2, Stefán Magni Hjartarson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Magnús Dagur Jónatansson 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 6/1, 19,3% – Elías Sindri Pilman 1, 14,2%.

Mörk Spánar: Quim Rocas Perez 9, Marcos Fis Ballester 9, Oirol San Felipe Vilarrasa 2, Guido Bayo Giraudo 2, Miguel Ángel Martín Dugue 2, Pol Chaves López 2, Manuel Lorenzo Garcúa 1, Alejandro Colón Martín 1, Sergio Sánchez Vidan 1, Luis Juárez Fernánndez 1.
Varin skot: David Failde Fuentes 14, 35,9% – Nicolas Girdaldez Freiria 3, 75%.

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -