- Auglýsing -

Slæmur fyrri hálfleikur kom íslenska liðinu í koll

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir pólska landsliðinu með fimm marka mun, 26:21, í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts landsliða í Verde Complex-íþróttahöllinni í Podgorica í Svartfjallalandi í morgun. Næsti leikur íslenska liðsins á mótinu verður við Norður Makedóníu á morgun kl. 12.30. Með sigri í þeim leik nær íslenska liðið að vera í hópi 16 efstu liða mótsins en sextán efstu þjóðirnar á EM öðlast farseðil á HM 20 ára landsliða að ári liðnu.


Afleitur fyrri hálfleikur varð íslenska liðinu að falli. Sóknarleikurinn var mistækur og pólska liðið nýtti sér það til þess að raða inn mörkum eftir hraðaupphlaup. Eftir stundarfjórðungsleik var staðan, 9:3, Póllandi í vil. Sjö mörkum munaði í hálfleik, 15:8, eftir að Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skoraði síðast mark fyrri hálfleiks á síðustu sekúndu.

Íslensku stúlkurnar léku talsvert betur í síðari hálfleik. Sóknarmistökum fækkað og hraðaupphlaupum Pólverja um leið. Einnig jókst sjálfstraustið í varnarleiknum. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 20:15 fyrir pólska liðið. Þá fékk Ísland tvisvar tækifæri til að minnka muninn í fjögur mörk. Báðir möguleikar runnu úr í sandinn.

Átta mínútum fyrir leikslok tókst Ásrúnu Ingi Arnarsdóttur að minnka forskot Pólverja í fjögur mörk, 22:18. Nær komst íslenska liðið ekki.


Mörk Íslands: Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Arna Karítas Eiríksdóttir 3/2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Ásthildur Þórhallsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 7, 25% – Ingunn María Brynjarsdóttir 3, 37,5%.

Mörk Póllands: Zuzanna Zimnicka 9, Michalina Machnio 5, Oliwia Pawlowska 4, Natalia Gardian 2, Zuzanna Krupa 2, Zofia Chwojnicka 2, Maria Mazurkiwwicz 1, Emilia Szymanska 1.
Varin skot: Nina Smerlcerz 11, 36,6% – Maria Pentek 0.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -