- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Áhugaverð samvinna þjálfara erkifjenda

Gabor Elek er annar þjálfari ungverska landsliðins. Áhugvert verður að fylgjast með samstarfi hans og Gabor Danyi á mótinu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tveir dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Ungverjalands. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.


Forráðamenn ungverska handknattleikssambandsins voru ekki lengi að finna eftirmann eftir að þeir sögðu Dananum Kim Rasmussen upp störfum. Það vakti þó athygli að ráða tvo menn í starfið og enn meiri athygli að þeir Gabor Elek og Gabor Danyi skildu sameina krafta sína. Þeir eru nefnilega þjálfarar fjandliðanna í ungverskum kvennahandknattleik, Györ og FTC. Athyglisvert verður að fylgjast með samstarfi þeirra. Þeir þekkja leikmannahópinn nokkuð vel þar sem að ellefu leikmenn úr 21 manns hópi eru frá þessum tveimur félögum.

Ungverjar unnu EM árið 2000. Þeim hefur alltaf tekist að komast í milliriðlana en ekki náð ofar en sjötta sæti ef undan er skilin keppnin 2012 þegar Ungverjar náðu þriðja sætinu.

Kartin Klujber í kastljósi
Hin 21 árs gamla Katrin 
Klujber hefur spilað 15 
leiki fyrir Ungverjaland 
og hefur skorað 65 mörk. 
Þessi öfluga hægri skytta 
hefur einnig spilað virkilega 
vel í Meistaradeildinni 
undanfarin tvö ár. 
Á HM unglinga 2018, þar 
sem Ungverjar unnu, skaust 
Klujber fram á sjónarsviðið.
Hún er hugsanlega ekki leiðtogi 
ungverska liðsins en það er þó 
engum blöðum um það að fletta 
að hún á framtíðina fyrir sér.
Katrin Klujber of Hungary er mikið efni. Augu margra verða á henni á EM í Danmörku. Mynd/EPA

Hvernig gengur samstarfið?

Þjálfaradúett er ekki algengur í alþjóðlegum handknattleik. Ungverska handknattleikssambandið ákvað að þessu sinni að það væri ákjósanlegast að fá heimamenn til þess að stýra liðinu. Tæplega eru ekki til færari menn í verkið en þeir Gabor Danyi og Gabor Elek.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
1. sæti: 2000
3. sæti: 1998, 2004,2012
4. sæti: 1994
Heimsmeistaramótið
1. sæti: 1965
2. sæti: 1957, 1982,
1995, 2003
3. sæti: 1971, 1975,
1978, 2005
Ólympíuleikar
2. sæti: 2000
3. sæti: 1976, 1996

Eins og áður sagði þá þjálfa þeir stórliðin Györ og FTC. Liðin hafa löngum eldað grátt silfur í ungversku deildinni. Þeir þurfa að snúa bökum saman og koma ungverska liðinu aftur á meðal þeirra bestu. Það verður athyglisvert að sjá hvernig samvinna þeirra gengur.  Ungverjum hefur ekki tekist að vinna EM í 20 ár. Núna er liðið skipað góðri blöndu af ungum leikmönnum og eldri og reynslumiklum og virðist vera á réttri leið.

Leikir Ungverja á EM:
4.12.Ungverjal.-Króatía, 17.15
6.12.Serbía-Ungverjal., 15.00
8.12.Holland-Ungverjal., 19.30
RÚV sýnir flesta leiki mótsins.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Spánn, Þýskaland, Serbía, Svíþjóð, Noregur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -