- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Ekki bara einnar konu landslið

Slóvenska landsliðskonan Ana Gros kann vel við sig í herbúðum Krim Ljubljana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sjö dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru á næstu dögum allt til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Slóveníu. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.

Slóvenska liðið er oftast bara kennt við einn leikmann enda er Ana Gros þeirra langsterkasti leikmaður en hún er jafnframt fyrirliðið liðsins. En á þessu móti sem er framundan er útlit fyrir að ábyrgðin muni ekki eingöngu verða á hennar herðum þar sem þær Barbara Lazovic og Elizaheth Omoregie ákváðu að gefa kost á sér og þá verður fróðlegt að fylgjast með hinni efnilegu Tjasö Stanko. Uros Bregar þjálfari liðsins gerir sér í það minnsta vonir um að með til komu þessara leikmanna geti liðið bætt árangur sinn frá því á síðasta EM fyrir tveimur árum þegar að liðið hafnaði í 13. sæti.

Frumsýning hjá Elizabeth Omorogie
Það er loksins komið að því að 
Elizabeth Omorogie spili með 
slóvenska liðinu á stórmóti. 
Hún er ættuð frá Nígeríu og 
Búlgaríu og gekk til liðs við Krim 
árið 2014 þá aðeins 17 ára gömul.  
Omoregie ákvað fyrir nokkrum 
árum að hún vildi gerast slóvenskur 
ríkisborgari. Ferlið hefur tekið þó 
nokkurn tíma en nú er loks 
komið að því að hún fá að klæðast 
treyju slóvenska landsliðsins og ríkir
mikil eftirvænting eftir frumraun 
hennar.

Gros og Stanko eru driffjaðrirnar

Ana Gros hefur fengið verðskulda athygli þegar það kemur að slóvenska landsliðinu en hún hefur oftar en ekki verið atkvæðamest í leikjum liðsins. Frammistaða hennar með félagsliði sínu það sem af er tímabilsins hefur sýnt að hún er í toppformi en hún er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar. En Gros mun þó líklega fá góða hjálp á mótinu frá hinni efnilegu Tjasu Stanko en hún varð 23 ára í byrjun nóvember.

Stanko hefur verið að skapa sér nafn í kvennahandboltanum á undanförnum árum. Á HM í Japan fyrir ári var hún markahæsti leikmaður slóvenska liðsins og þriðja markahæsta í mótinu og að auki var hún með flestar stoðsendingar og stolna bolta fyrir Slóveníu.

Það er viðbúið að andstæðingar Slóveníu muni einbeita sér að Gros en þá mun Stanko vera reiðubúin til þess að stíga upp sem leiðtogi leiksins. Það er ljóst sérstaklega í ljósi framfara Stanko sem og nýju leikmannanna að það mun ekki vera eins auðvelt að stoppa sóknarleik Slóvena með því einu að stöðva Gros.

Varnarleikur liðsins vandamál?
Það er ljóst að uppstilling liðsins 
í sókn er klárlega eitthvað sem 
aðrar þjóðir öfunda Slóveníu af 
en stóra spurningin er hvernig mun 
liðinu reiða af í vörn. Þar mun 
ábyrgðin vera að mestu í höndum 
Ninu Zabjek en hún hefur verið í 
aðalhlutverki í varnarleik liðsins en 
þá mun liðið einnig reiða sig á 
Stanko en hún var með flesta stolna 
bolta fyrir liðið á HM í fyrra. 
Annar leikmaður sem hefur verið 
öflugur í vörninni er Teja Ferfolja 
en hún hefur gríðarlega öflug í því 
að verjast skotum andstæðinganna.

Sturluð staðreynd

Slóvenska liðið hefur jafnan byrjað vel á stórmótum undanfarin ár en á heimsmeistaramótinu 2017 unnu þær Frakka í fyrsta leik en það var eina tap franska liðsins á mótinu sem enduðu uppi sem sigurvegarar. Á EM 2018 vann slóvenska liðið heldur betur óvæntan sigur þegar það lagði Rússland að velli en rússneska liðið var þá og er enn ríkjandi Ólympíumeistarar. Á HM í fyrra sigruðu þær lið Hollands sem enduði svo á því að standa uppi sem heimsmeistarar.

Þessi úrslit sýna að slóvenska liðið hefur haft burði til þess að sigra öll lið á upphafs stigum mótanna en svo hefur hallað undan fæti hjá þeim en með tilkomu nýrra leikmanna er hugsanlega að liðið nái að breyta góðri byrjun í gott mót.

Fyrri árangur
Evrópumeistaramót: 7
9. sæti 2004
Heimsmeistaramót
8. sæti 2003
9. sæti 2001
Leikir Slóveníu í A-riðli:
4.12.Danmörk-Slóvenía, 19.30
6.12.Slóvenía-Frakkland,17.15
8.12.Svatfjallaland-Slóvenía,17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Krótatía, Tékkland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -